Byggðaráð

696. fundur 30. apríl 2014 kl. 10:00 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Kristján Hjartarson Formaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
 • Óskar Óskarsson Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Framlenging á samstarfssamningi.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 10:00 Sigurgeir Birgisson, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, Jón Halldórsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 25. mars 2014, þar sem fram kemur að stjórn Skíðafélags Dalvíkur óskar eftir framlengingu á núverandi samningi við Dalvíkurbyggð, sem gerður var í kjölfar rekstrarvanda félagsins 2012 og sem rennur út 1. maí n.k. Óskar stjórnin eftir viðræðum við fulltrúa Dalvíkurbyggðar um rekstrarstöðu félagsins. Fram kemur að þótt ákveðinn árangur hafi náðst og hagræðing orðið í rekstri á samingstímanum þá dugar það ekki til miðað við núverandi tekjur og styrki félagsins.

Einnig tekið fyrir ársreikningur Skíðafélags Dalvíkur fyrir árið 2013 ásamt skýrslu framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur. Hagnaður ársins 2013 var kr. 4.863.517 og var árið 2012 kr. 4.633.975.

Hildur Ösp vék af fundi kl. 11:04.
Sigurgeir, Jón og Gísli viku af fundi kl. 11:10.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsráði að fara yfir ofangreint og koma með tillögur að viðbrögðum sveitarfélagsins.

Byggðarráð þakkar Sigugeiri fyrir vel unnin störf sem framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201404081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá sveitarstjóra; drög að samningi við Náttúrusetrið á Húsabakka ses.

Málsnúmer 201404011Vakta málsnúmer

Á 694. fundi byggðarráðs þann 3. apríl 2014 var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Náttúrseturs að Húsabakka um Friðland Svarfdæla. Lagt fram til kynningar.

Samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun við Dalvíkurbyggð um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla, dagsett þann 21. febrúar 2014, er Dalvíkurbyggð falin nokkur verkefni og ábyrgð. Með samningi Dalvíkurbyggðar við Náttúrusetur að Húsabakka um Friðland Svarfdæla tekur Náttúrusetrið við þessum verkefnum ásamt nokkrum til viðbótar.

Dalvíkurbyggð greiðir Náttúrusetrinu árlega kr. 2.000.000 vegna þeirra verkþátta sem koma fram í samningsdrögunum. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði endurskoðaður eftir tvö ár og þá metið hvernig til hefur tekist.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum ofangreindan samning eins og hann liggur fyrir með styrk að upphæð kr. 2.000.000, Óskar Óskarsson situr hjá.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 2.000.000 við málaflokk 11, Óskar Óskarsson situr hjá.

4.Frá Menningarfélaginu Bergi ses., Aðalfundarboð.

Málsnúmer 201404075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá stjórn Menningarfélagsing Bergs ses., bréf dagsett þann 11. apríl 2014, þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 16:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Svanfríður Inga Jónasdóttir, aðalmaður í stjórn Bergs ses., og Margrét Víkingsdóttir, varamaður í stjórninni, sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

5.Frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni; 45. Ólympíukeppni í stærðfræði; beiðni um stuðning.

Málsnúmer 201404118Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Ólafi Sveinbjarnarsyni, rafpóstur dagsettur þann 22. april 2014, þar sem fram kemur að Jóhann Ólafur hefur verið valinn til að taka þátt í Ólympíukeppni í stærðfræði sem fram fer í Höfðaborg í sumar. Óskað er styrk vegna þátttöku í undirbúningi og keppni til að koma á móts við launamissir í 6-8 vikur yfir sumarið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð kr. 250.000 til að koma á móts við vinnutap yfir sumarið.

Vísað á deild 06-80; afreksmannasjóð. Skoðað verði síðar hvort þörf verði á viðauka vegna þessa.

6.Frá nefndarsviði Alþingis; Fjögurra ára samgönguáætlun.

Málsnúmer 201404086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 15. apríl 2014, þar sem sent er til umsagnar tillaga að þingályktun um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016, 495. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 30. apríl.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög sveitarstjóra að umsögn sem send var byggðarráði í rafpósti.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 815. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 815. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. apríl 2014.
Lagt fram.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014.

Málsnúmer 201404119Vakta málsnúmer

Tekin fyrir könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014.
Lagt fram til kynningar og frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
 • Kristján Hjartarson Formaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
 • Óskar Óskarsson Aðalmaður
 • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
 • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs