Íþrótta- og æskulýðsráð

57. fundur 10. júní 2014 kl. 12:00 - 14:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Framlenging á leigusamningi vegna Rima

Málsnúmer 201401004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar framlenging á samningi frá 1. mars 2012 um félagsheimili og umhverfi Rima til 31.12.2014 með einni breytingu. Breytingin felur í sér að í stað þess að Húsabakki ehf. sjái um og beri kostnað af slætti og umhirðu íþróttarvallar, þá sjái Húsabakki um utanumhald en reikningur skiptist á þrjá aðila. Þeir eru Dalvíkurbyggð, Þorsteinn Svörfuður og Húsabakki ehf., þó að hámarki 150.000 kr. á aðila. Þorsteinn Svörfuður mun leggja til og bera áburð á völlinn.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum, Jón Ingi Sveinsson greiddi atvæði á móti. Ráðið hefði viljað sjá óbreyttan samning frá fyrra ári og leggur áherslu á að samningurinn verði tekinn til skoðunar strax í haust.

2.Framlenging á samstarfssamningi

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Starfshópur um framtíðarrekstur skíðasvæðisins hefur skilað af sér tillögu og útreikningum til rökstuðnings. Tillaga starfshópsins felst í því að ráðinn verði svæðisstjóri og rekstur skíðafélagsins og svæðisins verði aðskilinn. Stofnuð verði rekstrarstjórn/svæðisstjórn sem skipuð yrði fulltrúa stjórnar skíðafélagsins, fulltrúa Dalvíkurbyggðar og svæðisstjóra. Að Dalvíkurbyggð framlengi styrk til félagsins til næstu tveggja ára, að upphæð 8 milljónir á ári til að standa undir rekstrarkostnaði framkvæmdarstjóra. Verkefni skíðafélagsins verði á þessu tímabili að koma að rekstrinum með sjálfboðavinnu og annarskonar hagræðingu til að geta greitt frekar niður skuldir félagsins. Svæðisstjóri yrði starfsmaður skíðafélagsins eins og aðrir starfsmenn svæðisins.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að farið verði eftir tillögunum starfshópsins að mestu. Að samningurinn verði tekinn upp, ári áður en hann rennur út og aukinn verði styrkur til félagsins um 5.000.000 kr. á ári næstu 5 árin. Sú aukning er ætluð í viðhald og svæðisstjórn. Skoðað verði í þessu samhengi frekari samvinna við markaðsstarf félaga. Óskað er eftir viðbótarfjárveitingu við ramma málaflokks 06 um 5.000.000 kr. á gildistíma samningsins vegna þessa.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að vinna drög að samningi og leggja fyrir næsta fund íþrótta- og æskulýðsráðs.

3.Starfsmannamál í íþróttamiðstöð 2014

Málsnúmer 201405172Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 21. maí 2014, þar sem upplýst er um veikindalaun og kostnað vegna afleysinga sem mun falla til í sumar. Búið er að kynna þetta í Byggðaráði og var ekki óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun. Skoðað verður í haust eftir að afleysingu sumarsins er lokið hvort bregðast þurfi við eða hvort það sé svigrúm í núverandi áætlun fyrir auknum kostnaði vegna þessa.

Lagt fram til kynningar.

4.Styrkbeiðni vegna þáttöku í Fenris 2014

Málsnúmer 201405152Vakta málsnúmer

Dagur Atlason óskar eftir stuðning vegna þátttöku hans í leiklistarverkefninu Fenris 2014. Fenris er norrænt unglingaleikhús en fyrsta Fenris-verkefnið var sýnt árið 1985. Alls taka um 80 - 100 ungmenni þátt í Fenris-verkefninu, en auk Íslands koma þeir frá Færeyjum, Finnlandi, Noregi og Danmörku. Sýning verður sett upp í júlí mánuði og farið verður í leikför um Norðurlöndin. Vinna við slíkt er mikil og krefst mikils og vandaðs undirbúnings. Þátttakendur frá Akureyri eiga þess kost að sækja um skapandi sumarstarf hjá Akureyrarbæ og fá laun á meðan þau eru í ferðinni. Er áætlað að ferðin taki 4 vikur. Óskar Dagur eftir samskonar stuðningi, eða ígildi launa á meðan að leiklistarferðin stendur yfir.

Íþrótta- og æskulýðsráð finnst verkefnið afar áhugavert en telur það ekki falla að reglum afreks- og styrktarsjóðs ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar því erindinu aftur til byggðaráðs með von um jákvæð viðbrögð.

5.Umsókn í Lýðheilsusjóð

Málsnúmer 201403018Vakta málsnúmer

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir styrk að upphæð 500.000 sem fékkst frá Lýðheilsusjóði í verkefnið "Heilsueflandi Dalvíkurbyggð". Fjármagnið verður notað til að koma verkefninu af stað en það hefst formlega í haust þegar skrifað verður undir samstarfssamning við Embætti Landlæknis.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi