Íþrótta- og æskulýðsráð

66. fundur 03. mars 2015 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Jónína Guðrún Jónsdóttir sat fundinn í stað Jón Inga Sveinssonar

1.Leiðbeiningar um gerð siðareglana og hlutverk siðanefndar

Málsnúmer 201501161Vakta málsnúmer

Siðanefnd Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur útbúið fræðslurit um hvað sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga við gerð og endurskoðun siðareglna. Ritið ber heitið ,,Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar".
Lagt fram til kynningar.

2.Skíðafélag Dalvíkur, framlenging á samstarfssamningi.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri og Skíðafélagi Dalvíkur um sameiginlegan framkvæmdarstjóra félaganna. Félögin ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar hafa fundað undanfarið með það að markmiði að kanna samstarfsmöguleika þessarra félaga. Nú óska GHD og SD formlega eftir því að slíkt samstarf verði að veruleika og kostnaðarskipting verði þannig að félögin greiði 1/3 af kostnaði og Dalvíkurbyggð 2/3 árið 2016. Þegar hefur sveitarfélagið úthlutað fjármagni til Skíðafélagsins til ráðningar á framkvæmdastjóra og myndi því Skíðafélagið greiða kostnaðinn á árinu 2015.
Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2016 er kr. 5.336.000 og rúmast það ekki inn í ramma sviðsins og vísar ráðið því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs.
Starf framkvæmdastjóra mun aðallega felast í umsjón og markaðssetningu íþróttasvæðana frekar en í félagsstarfinu. Íþrótta- og æskulýðsráð vill einnig árétta að stefnt er að því að félögin beri í framtíðinni kostnað af stöðugildinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum. Jónína Guðrún Jónsdóttir sat hjá.

3.Vélsleði á skíðasvæðið á Dalvík

Málsnúmer 201502117Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerðu grein fyrir heimild sem veitt var Skíðafélagi Dalvíkur til kaupa á vélsleða þar sem sá sem fyrir var var orðinn bilaður og óvíst hvort það borgaði sig að gera við hann, enda kominn til ára sinna. Samkvæmt styrktarsamningi við Skíðafélagið má félagið ekki ráðast í meiriháttar fjárfestingar eða skuldsetja sig án samþykkis Dalvíkurbyggðar en sleðinn verður greiddur á árunum 2015 og 2016.

4.Samningar við íþróttafélög 2016-2018

Málsnúmer 201501151Vakta málsnúmer

Farið var yfir samninga við íþróttafélögin og rætt með hvaða hætti vinna við endurnýjun fari fram. Ákveðið var að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi boði starfshópinn og hvert íþróttafélag fyrir sig til fundar fljótlega. Rætt var um að útbúa skiptareglu til viðmiðunar um fjárhæðir í styrktarsamningum, þar verði m.a. tekið mið af stærð félags, fjölda iðkenda, iðkendatímabili, fjölda æfinga og kynjasjónarmiðum
Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að allir samningar verði skoðaðir frá grunni og unnið verði út frá núverandi starfsemi en ekki eingöngu út frá núverandi samningum.

5.Framlenging á leigusamningi vegna Rima

Málsnúmer 201401004Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu á leigusamningi vegna Rima og að ekki væri búið að endurnýja formlega samning við Húsabakka ehf sem rann út um sl. áramót.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur áherslu á að slíkur samningur verði endurnýjaður hið fyrsta.

6.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2015

Málsnúmer 201502228Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að halda vorfund með forsvarsmönnum íþróttafélaganna 5. maí nk. kl. 16:00. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að boða félögin, bóka sal og veitingar. Á fundinum myndi ráðið vilja ræða stöðuna á gerð siðareglna félaganna og aðkomu félaganna að heiðursviðurkenningu íþrótta- og æskulýðsráðs. Einnig verður óskað eftir hugmyndum að umræðuefni frá félögunum.

7.Starfsemi félagsmiðstöðvar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201502229Vakta málsnúmer

Farið var almennt yfir stöðu á starfsemi félagsmiðstöðvar og 16+ starfi í Víkurröst. Heildar endurskipulagning stendur nú yfir með það að markmiði að efla fagstarf og festa Víkurröst frekar í sessi sem frístundahús. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki í lok apríl og verður hún þá kynnt ráðinu.

8.Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201412152Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn vísaði þessu máli aftur til ráðsins til frekari skoðunar.
Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir reglurnar og gerði skýrari vinnureglur um það með hvaða hætti atkvæði á milli valnefndar og almennrar kosningar skiptast.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi