Íþrótta- og æskulýðsráð

64. fundur 08. janúar 2015 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar GylfasonÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Skíðafélag Dalvíkur, framlenging á samstarfssamningi.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Á fund ráðsins komu fulltrúar frá Skíðafélagi Dalvíkur, Snæþór Arnþórsson, Gerður Olofsson og Óskar Óskarsson.
Farið var yfir samningsmál er varðar stöðu svæðisstjóra, en eins og fram kom á síðasta fundi sagði svæðisstjóri upp starfinu. Skíðafélagið tók því ákvörðun í framhaldinu að ráða verkstjóra yfir útisvæði og annan starfsmann tímabundið, sem munu sinna verkefnum svæðisstjóra til vors, þar sem skíðavertíðin er hafin.
Næsta skref er að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mun boða til fundar með stjórn skíðafélagins og stjórn golfklúbbsins til umræðu um ráðningu á sameiginlegum framkvæmdarstjóra skíða- og golfsvæðis.

2.Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201412152Vakta málsnúmer

Farið var yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa; endurskoðun í upphafi kjörtímabils.

Málsnúmer 201408022Vakta málsnúmer

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa lagðar fram til kynningar.

4.Stuðningur við Snorraverkefnið 2015

Málsnúmer 201411150Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dagsett þann 28. nóvember 2014 þar sem þess er óskað að Dalvíkurbyggð sjái sér fært að leggja Snorraverkefninu 2015 lið með því að:
1) leggja verkefninu lið með kr. 100.000.- framlagi;
2) styrkja verkefnið um kr. 100.000.- og taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir þriggja vikna tímabil sem hefst í lok júní 2015; eða
3) styrkja verkefnið með smærra fjárframlagi, með eða án starfsþjálfunar.

Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Norræna félagsins á Íslandi og Þjóðræknisfélags Íslendinga og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri á að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.

Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.

5.Sundlaugin í Árskógi

Málsnúmer 201210029Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ræddu og lýsti yfir áhyggjum varðandi öryggi í kringum sundlaugina í Árskógi s.s. að vatn sé ekki í lauginni þegar hún er ekki í notkun. Lögð var fram tillaga þess efnis að hún yrði tæmd á milli þess sem hún er í notkun.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að klára kennslu fram á vor og þá verði hún tæmd. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við umsjónarmann fasteigna hvort rétt sé að grípa til einhverra aðgerða til að sporna við því að hún falli saman.

6.Umsókn um að halda 28. Landsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201412125Vakta málsnúmer

Stjórn Ungmennasambands Íslands hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ 2017.
Sambandsaðilar UMFÍ þurfa samþykki þess sveitarfélags sem mótið skal haldið. Því fær Dalvíkurbyggð afrit af auglýsingu um landsmótið.
Lagt fram til kynningar.

7.Framlenging á leigusamningi vegna Rima

Málsnúmer 201401004Vakta málsnúmer

Samningur við Húsabakka ehf um Rima rann út um sl. áramót. Ekki hafa samningar náðst en reiknað er með að málið skýrist á næstu dögum.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

8.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2014

Málsnúmer 201412029Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð ákvað að veita Barna- og og unglingaráði knattspyrnudeildar UMFS 60.000 styrk úr afreks- og styrktarsjóði fyrir að halda úti sérstökum æfingum fyrir stúlkur vegna ársins 2014 og vísar því á lið 06-80.

9.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014

Málsnúmer 201412043Vakta málsnúmer

Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 17:10. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.

Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.
Styrmir Þeyr Traustason, nemendi í Tónskóla Dalvíkurbyggðar flutti lagið Dreaming of Bag-end, úr Hobbitanum.
Veittar voru viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði sem samþykktar voru á síðasta fundi ráðsins.

Að því loknu flutti Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir, nemendi í Tónskóla Dalvíkurbyggðar lagið Gavotte í D-dúr eftir J.S. Bach.´

Í framhaldinu varð heiðrun Íþrótta- og æskulýðsráðs en Íris Hauksdóttir sá um hana fyrir hönd ráðsins. Íþrótta- og æskulýðsráð ákvað að heiðra Stefán Friðgeirsson Hestamann fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í Dalvíkurbyggð og góðan árangur í hestamennsku.

Ágrip af ferli Stefáns.

Stefán er einn af stofnendum hestamannafélagsins Hrings, sem stofnað var árið 1962. Allt frá stofnun hefur hann setið í nefndum á vegum félagsins og sinnti m.a. formennsku í tvö ár. Hann hefur setið í mótanefnd Hrings í fjöldamörg ár og verið mikill drifkraftur í þeim málum hjá félaginu enda áhugamaður um mótahald og mikill keppnismaður.
Keppnisferill Stefáns spannar nú orðið rúmlega 50 ár og hefur hann komið að þjálfun á sumum af mestu gæðingum Íslands, sem sumir hverjir hafa skilað íslenskri hrossarækt á hærra stig. Stefán hefur unnið sér inn gott orð fyrir dugnað jafnt innan sem utan keppnisvallarins. Hann þykir einstaklega laginn reið- og keppnismaður sem er bæði sanngjarn á menn og hesta.

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar

Alls tilnefndu 5 íþróttafélög aðila í kjör til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Eftirtaldir aðilar eru því íþróttamenn sinnar greinar árið 2014:
Anna Kristín Friðriksdóttir - Hestamannafélagið Hringur
Axel Reyr Rúnarsson - Skíðafélag Dalvíkur
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán
Ólöf María Einarsdóttir - Golfklúbburinn Hamar
Steinþór Már Auðunsson - Dalvík/Reynir

Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2014 er Ólöf María Einarsdóttir kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri.

Óskar íþrótta- og æskulýðsráð öllum aðilum til hamingju og Ólöfu Maríu til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2014.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar GylfasonÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi