Fjölskyldusameining - fylgdarlaus börn

Málsnúmer 202509035

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 288. fundur - 09.09.2025

Lagt fram til kynningar erindi frá Barnaverndarstofu dags. 11.06.2025 þess eðlis að samningur stjórnvalda við Rauða kross Íslands er varðar aðstoð við fylgdarlaus börn vegna umsóknar um fjölskyldusameiningar var ekki endurnýjaður á þessu ári. Rauði krossinn er því hættur frá 1. júlí að aðstoða flóttafólk, þar með talin fylgdarlaus börn við umsóknir um fjölskyldusameiningu. Dómsmálaráðuneytið hefur tekið við fjölskyldusameiningum frá Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar.