Fjárhagsáætlun 2015;Útsvar 2015, tillaga til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 201411009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 716. fundur - 06.11.2014

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4 frá 30. janúar 1995 á sveitarstjórn að vera búin að ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári, sbr. 24. gr. Samkvæmt 23. gr. má útsvar eigi vera hærra en 14,48% og eigi lægra en 12,44%.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að ráðgjöf sambandsins til sveitarfélaga er á þessu stigi að miða við að hámarksútvarið verði 14,52%. Í tengslum við yfirstandandi endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga var í desember 2013 varð að samkomulagi milli ríkisins og sambandsins að álagningarhlutfall útsvars vegna yfirfærslunnar yrði 1,24% í stað 1,20%. Rétt er að taka fram að álagningarhlutfall tekjuskatts lækkaði að sama skapi um 0.04%. Var samþykkt því lagabreyting sem kveður á um svohljóðandi bráðabirgðaákvæði við lögin:
XVI. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 23. gr. má útsvar af tekjum manna á árinu 2014 nema allt að 14,52% af útsvarsstofni.
Í frumvarpi um forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015 er miðað við að bráðabirgðaákvæðið verði framlengt um eitt ár en áfram standa yfir viðræður um endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslunnar.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar ákvað útsvar fyrir árið 2014 14,52%.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn óbreytt útsvar eða 14,52% í samræmi við ofangreint.

Sveitarstjórn - 263. fundur - 25.11.2014

Á 716. fundi byggðarráðs þann 6. nóvember 2014 var eftirfarandi bókað:

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4 frá 30. janúar 1995 á sveitarstjórn að vera búin að ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári, sbr. 24. gr. Samkvæmt 23. gr. má útsvar eigi vera hærra en 14,48% og eigi lægra en 12,44%.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að ráðgjöf sambandsins til sveitarfélaga er á þessu stigi að miða við að hámarksútsvarið verði 14,52%. Í tengslum við yfirstandandi endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga var í desember 2013 að samkomulagi milli ríkisins og sambandsins að álagningarhlutfall útsvars vegna yfirfærslunnar yrði 1,24% í stað 1,20%. Rétt er að taka fram að álagningarhlutfall tekjuskatts lækkaði að sama skapi um 0.04%. Var samþykkt því lagabreyting sem kveður á um svohljóðandi bráðabirgðaákvæði við lögin:
XVI. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 23. gr. má útsvar af tekjum manna á árinu 2014 nema allt að 14,52% af útsvarsstofni.
Í frumvarpi um forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015 er miðað við að bráðabirgðaákvæðið verði framlengt um eitt ár en áfram standa yfir viðræður um endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslunnar.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar ákvað útsvar fyrir árið 2014 14,52%.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn óbreytt útsvar eða 14,52% í samræmi við ofangreint.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu að útsvarsprósenta Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015 verði 14,52%.