Fjárhagsáætlun 2015;Afsláttur fasteignaskatts 2015 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþegar

Málsnúmer 201411011

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 716. fundur - 06.11.2014

Til umfjöllunar gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Ákvarða þarf vegna ársins 2015 upphæð afsláttar og fjárhæðir er varðar tekjuviðmið einstaklinga annars vegar og hjóna / sambýlisfólks hins vegar.
Afgreiðslu frestað.

Byggðaráð - 718. fundur - 20.11.2014

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu reglur Dalvíkurbyggðar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2014 til endurskoðunar fyrir árið 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að afsláttur skv. 4. gr. hækki samkvæmt launavísitölu miðað við október / október.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að afsláttur verði tekjutengdur og taki breytingum samkvæmt launavísitölu miðað við október / október.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindar fjárhæðir hækki samkvæmt launavísitölu framvegis nema að annað sé ákveðið.

Að öðru leiti standi reglurnar óbreyttar á milli ára.