Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2018

Málsnúmer 201802110

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 858. fundur - 01.03.2018

Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem gefinn er kostur á að sækja um styrk í sjóðinn vegna sérstakra framfaraverkefna og hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2016 að upphæð kr. 300.000 vegna göngubrúar yfir Svarfaðardalsá í Friðlandi Svarfdæla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar og óskar eftir tillögu frá framkvæmdastjórn.

Byggðaráð - 859. fundur - 08.03.2018

Á 858. fundi byggðaráðs þann 1. mars 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 21. febrúar 2018, þar sem gefinn er kostur á að sækja um styrk í sjóðinn vegna sérstakra framfaraverkefna og hvert sveitarfélag getur aðeins sent inn eina umsókn. Umsóknarfrestur er til aprílloka. Dalvíkurbyggð fékk styrk árið 2016 að upphæð kr. 300.000 vegna göngubrúar yfir Svarfaðardalsá í Friðlandi Svarfdæla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til framkvæmdastjórnar og óskar eftir tillögu frá framkvæmdastjórn."

Ofangreint var til umfjöllunar á fundi framkvæmdastjórnar s.l. mánudag og niðurstaðan var að leggja til að sótt verði um styrk vegna áningarstaðar við Hrísastjörn í Friðlandi Svarfdæla, sbr. málsnúmer 201710046.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og upplýsingafulltrúa að ganga frá umsókn og senda inn.