Leiðbeinandi reglur um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis

Málsnúmer 201710024

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 211. fundur - 10.10.2017

Erindi barst frá Velferðarráðuneytinu dags. 25.09 2017 þar sem lögð voru fram drög að leiðbeinandi reglum um úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis.
Á grundvelli 5. gr. samkomulags um endurskoðaða verka- og kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna breytinga á fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings við leigjendur, hefur samráðsnefnd um húsnæðismál unnið meðfylgjandi drög að leiðbeinandi reglum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga. Sveitarfélögum gefst kostur á að gera athugasemdir við drögin.


Lagt fram til kynningar. Starfsmönnum er falið að skoða drögin að reglum um úthlutun félagslegra íbúða og gera tillögur í framhaldi af reglum fyrir Dalvíkurbyggð.

Félagsmálaráð - 215. fundur - 08.02.2018

Starfsmenn félagsþjónustu lögðu fram fyrstu drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Dalvíkurbyggð. Leiðbeinandi reglur höfðu borist frá Velferðarráðuneytinu í lok október 2017 og var erindið tekið fyrir í félagsmálaráði 10. október 2017.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna drög að reglunum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Byggðaráð - 857. fundur - 22.02.2018

Á 215. fundi félagsmálaráðs þann 8. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Starfsmenn félagsþjónustu lögðu fram fyrstu drög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Dalvíkurbyggð. Leiðbeinandi reglur höfðu borist frá Velferðarráðuneytinu í lok október 2017 og var erindið tekið fyrir í félagsmálaráði 10. október 2017.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að vinna drög að reglunum og leggja fyrir næsta fund ráðsins."

Samkvæmt rafpósti frá Velferðarráðuneytinu þann 25.09.2017 þá hefur samráðsnefnd um húsnæðismál unnið meðfylgjandi drög að leiðbeinandi reglum um úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga og óskað var eftir athugasemdum við drögin eigi síðar en 6. október 2017. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu þann 22. febrúar 2018 liggja endanlegar leiðbeinandi reglur ekki fyrir en áformaður er fundur í mars.

Í leiðbeiningum ráðuneytisins kemur fram m.a.:
"Ákvæðin hér á eftir eru því ekki bindandi fyrir hlutaðeigandi sveitarfélag enda hafi það birt efnislega aðrar reglur. Sé það ákvörðun sveitarstjórnar að víkja frá einhverjum þeirra ákvæða sem að neðan greinir er rétt að rökstuðningur sé tekinn saman fyrir fráviki þannig að skýra megi út forsendur þess fyrir umsækjendum. "

Til umræðu ofangreint.
Frestað til næsta fundar og óskað eftir að sviðsstjóri félagsmálasviðs mæti á fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 858. fundur - 01.03.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar voru til umfjöllunar drög að reglum félagsmálasviðs um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði, sbr. fundir félagsmálaráðs þann 10. október 2017 og 8. febrúar 2018.

Til umræðu ofangreint. Farið yfir stöðu mála.

Eyrún vék af fundi kl. 13:19.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 222. fundur - 09.10.2018

Tekið var fyrir erindi frá Velferðaráðuneytinu dags. 20.09.2018 um breytingu á löggjöf sem snýr að félagslegum leiguíbúðum sem og leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði.
Lagt fram til kynningar.