Frá skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga; Bílamál Tónlistarskólans á Tröllaskaga 2018

Málsnúmer 201802094

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 858. fundur - 01.03.2018

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:45.

Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga er varðar bílamál skólans, dagsett þann 22. febrúar 2018. Lagt er til að skólinn leigi 2 bíla í rekstrarleigu. Annar bílinn yrði staðsettur í Fjallabyggð og hinn í Dalvíkurbyggðar. Bílarnir yrðu afhentir 1. september og skilað 31. maí ár hvert. Lagt er til að óskað verði eftir heimild frá byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar að hefja viðræður við Bílaleigu Akureyrar á grundvelli tilboðs sem liggur fyrir.

Á fundi skólanefndar TÁT þann 6. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað varðandi ofangreint:
2. 1801089 - Bifreiðamál TÁT, afnot og rekstur
Bifreiðamál TÁT er til skoðunar. Núverandi bifreið er kostnaðarsöm í rekstri, óhagkvæm og viðhaldsfrek. Verið er að skoða rekstrarleigu á tveimur bílum. Áætlað að leiga og rekstur slíkra bíla sé mun hagstæðari en núverandi rekstur bifreiðar og kostnaður við akstur á starfsmannabílum. Hlyni Sigursveinssyni sviðsstjóra og Magnúsi Ólafssyni skólastjóra falið að vinna málið áfram og skila tillögu til nefndarinnar sem vísar tillögunni áfram til Byggðarráðs Dalvíkur og Bæjarráðs Fjallabyggðar.

Á 544. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 27. febrúar s.l. var ofangreint til umfjöllunar og samþykkti bæjarráð beiðnina fyrir sitt leyti.

Til umræðu ofangreint.

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 14:51 til annarra starfa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu frá Tónlistarskólanum á Tröllaskaga um bílamál.