Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 28. október sl., þar sem kynnt er verkefni Freyju Sigurgeirsdóttur um lýðræðisþátttöku innflytjenda. Þátttaka eða samstarf sveitarfélagsins í verkefninu kallar á að finna tíma fyrir vinnustofurnar, gera auglýsingar fyrir þær og skráningarblað. Síðan kallar samstarfið á framlag sveitarfélgsins til verkefnsins, sem er helst að útvega húsnæði fyrir vinnustofurnar, ná til markhópsins og sjá um veitingar og efniskostnað. Ef Dalvíkurbyggð hefur áhuga á samstarfi þá þarf að taka þátt í forkönnun sem er meðfylgjandi og svara i síðasta lagi mánudaginn 10. nóvember sl.