Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.
Formaður byggðaráðs, Helgi Einarsson, vék ef fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis og varaformaður, Freyr Antonsson, tók við fundarstjórn.
Á 176. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 26. ágúst sl., var eftirfarandi bókað:
"Umræður um stöðu sem upp hefur komið vegna hugsanlegra árekstra á rekstri litla sals íþróttamiðstöðvar við starfsemi CDalvíkur. Upphaflega var málið hugsað sem samstarf milli CDalvíkur og Dalvíkurbyggðar en komið hefur í ljós að slíkt gæti verið vandkvæðum háð vegna ýmissa atriða.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."
Í framhaldi af fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þá kom tilkynning frá íþróttafulltrúa þann 1. september sl. á vefmiðla Dalvíkurbyggðar um að sveitarfélagið muni hætta að bjóða upp á opna tíma í litla sal Íþróttamiðstöðvar en opið fyrir aðra að leigja salinn og bjóða áfram upp á tíma;
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/tilkynning-fra-ithrottamidstod-dalvikurbyggdar-2Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt íþróttafulltrúa og tímalína um ofangreint mál þar sem tekin er saman framvinda málsins frá því í október 2024, sem íþróttafulltrúi og sviðsstjóri gerðu grein fyrir.
Jón Stefán vék af fundi kl. 13:32