Samstarf við CDalvík

Málsnúmer 202411142

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 167. fundur - 03.12.2024

Hugmyndir um samstarf milli íþróttamiðstöðvar og CDalvíkur.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 170. fundur - 04.02.2025

Erindinu er frestað. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því að forsvarsmenn CDalvíkur komi á næsta fund ráðsins með nánari útfærslu á hugmyndum sínum um samstarf.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 171. fundur - 04.03.2025

Forsvarsmenn CDalvíkur koma og kynna hugmyndir sínar um samstarf við Íþróttamiðstöðina.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar forsvarsmönnum CDalvíkur fyrir kynninguna. Íþróttafulltrúa er falið að skoða möguleika á frekara samstarfi íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og CDalvíkur.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 172. fundur - 01.04.2025

Íþróttafulltrúi kynnir stöðu málsins nú og þær hugmyndir sem fram hafa komið.
Lagt fram til kynningar

Íþrótta- og æskulýðsráð - 173. fundur - 06.05.2025

Íþróttafulltrúi kynnir stöðu málsins og næstu skref ákveðin með tilliti til álits fjármála og stjórnsýslusviðs.
Lagt fram til kynningar

Íþrótta- og æskulýðsráð - 176. fundur - 26.08.2025

Umræður um stöðu sem upp hefur komið vegna hugsanlegra árekstra á rekstri litla sals íþróttamiðstöðvar við starfsemi CDalvíkur. Upphaflega var málið hugsað sem samstarf milli CDalvíkur og Dalvíkurbyggðar en komið hefur í ljós að slíkt gæti verið vandkvæðum háð vegna ýmissa atriða.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1157. fundur - 11.09.2025

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.
Formaður byggðaráðs, Helgi Einarsson, vék ef fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis og varaformaður, Freyr Antonsson, tók við fundarstjórn.

Á 176. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 26. ágúst sl., var eftirfarandi bókað:
"Umræður um stöðu sem upp hefur komið vegna hugsanlegra árekstra á rekstri litla sals íþróttamiðstöðvar við starfsemi CDalvíkur. Upphaflega var málið hugsað sem samstarf milli CDalvíkur og Dalvíkurbyggðar en komið hefur í ljós að slíkt gæti verið vandkvæðum háð vegna ýmissa atriða.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Í framhaldi af fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þá kom tilkynning frá íþróttafulltrúa þann 1. september sl. á vefmiðla Dalvíkurbyggðar um að sveitarfélagið muni hætta að bjóða upp á opna tíma í litla sal Íþróttamiðstöðvar en opið fyrir aðra að leigja salinn og bjóða áfram upp á tíma; https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/tilkynning-fra-ithrottamidstod-dalvikurbyggdar-2

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt íþróttafulltrúa og tímalína um ofangreint mál þar sem tekin er saman framvinda málsins frá því í október 2024, sem íþróttafulltrúi og sviðsstjóri gerðu grein fyrir.

Jón Stefán vék af fundi kl. 13:32
Byggðaráð þakkar íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fyrir greinargerðina.
Lagt fram til kynningar.