Tekið fyrir erindi frá Unicef á Íslandi, dagsett þann 14. ágúst sl., þar sem fram kemur að Dalvíkurbyggð hafi tækifæri að verða Barnvænt sveitarfélag með stuðningi UNICEF. Sveitarfélagið er hvatt að skoða alvarlega möguleikann á þátttöku í verkefninu,
https://barnvaensveitarfelog.is/Með fundarboði fylgdi einnig minnisblað Frístundafulltrúa, dagsett þann 4. september sl., þar sem Frístundafulltrúi lýsir yfir ánægju með erindi UNICEF og telur að Dalvíkurbyggð ætti að óska eftir kynningu á verkefninu fyrir starfsfólk, kjörna fulltrúa og Ungmennaráð. Sé vilji meðal kjörinna fulltrúa að taka þátt í verkefninu, leggja fjármagn í það og stuðning þá telur Frístundafulltrúið að Dalvíkurbyggð ætti að hefja innleiðingarferlið.