Frá Ríkislögreglustjóra; Hvetjum til sumarstarfa fyrir 16-17 ára ungmenni í sveitarfélögum

Málsnúmer 202506048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1149. fundur - 12.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Ríkislögreglustjóra, dagsett þann 10. júní sl., þar sem fram kemur að nú þegar sumarið nálgast langar Ríkislögreglustjóra að beina athygli sveitarfélaga að einu mikilvægasta verkfærinu sem sveitarfélögin hafa í höndunum að bjóða upp á sumarstörf fyrir 16 -17 ára ungmenni. Slík störf geta skipt sköpum fyrir unga einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og byggja upp tengsl við samfélagið. Rannsóknir sýna að sumarstörf fyrir ungmenni, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu geta haft verulega jákvæð áhrif. Þau geta dregið úr líkum á áhættuhegðun og félagslegri einangrun, styrkt sjálfsmynd og félagsfærni og aukið líkur á áframhaldandi námi og virkni í samfélaginu. Ávinningurinn er mestur þegar störfin eru útfærð með stuðningi og leiðsögn og markvisst sniðin að aðstæðum ungs fólks. Einnig er minnt á styrki til sveitarfélaga sem miða að farsæld barna, þar sem áhersla er á verkefni sem sporna gegn ofbeldi barna. Heildarúthlutunin er allt að 495 m.kr. og er umsóknarfrestur til 30. júní nk.
Dalvíkurbyggð hefur þegar brugðist við sumarið 2025 með því að bjóða upp á vinnu hjá Vinnuskólanum fyrir börn fædd 2011, 2010, 2009 og 2008.
Vísað til sviðsstjóra félagsmálasviðs, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóra Eigna- og framkvæmadeildar, íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029.