Málsnúmer 202502114Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs íþróttafulltrúi, kl. 14:28.
Freyr Antonsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 14:29.
´
Á 172. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Íþróttafulltrúi fer yfir greinagerð sína um stöðu knattspyrnudeildar UMFS vegna ÍB korta.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráðs leggur til að breytingar verði gerðar á gjaldskrá. Boðið verði upp á ÍB-kort til þriggja mánaða, sex mánaða og tólf mánaða.
Í greinargerð íþróttafulltrúa, dagsett þann 19. mars sl., kemur m.a. fram að nú um áramót tóku í gildi svokölluð ÍB- kort í Íþróttamiðstöðina, sem í rauninni eru sérstök kort en byggð á 65% afslætti af árskorti. Slíkt sé auðvitað mikil búbót fyrir flest íþróttafélög í plássinu en þó er því öfugt farið með Knattspyrnudeild UMFS sem sér nú fram á aukin fjárútlát (þar sem deildin hefur undanfarin ár haft frían aðgang að aðstöðunni). Fram kemur í greinargerðinni að athugasemdir hafa borist frá forsvarsmönnum meistraraflokka kvenna og karla í knattspyrnu vegna þessara breytinga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að boðið verði einnig upp á ÍB-kort til þriggja mánaða og sex mánaða.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að boðið verði upp á ÍB-kort til þriggja og sex mánaða."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 23. apríl 2024, þar sem kemur fram að til að loka ÍB-korta málinu endanlega og koma enn frekar til móts við sérstöðu knattspyrnu umfram önnur íþróttafélög í Dalvíkurbyggð leggur íþróttafulltrúi til að sökum þess að knattspyrna er hópíþrótt væri góður kostur að ÍB-kort verði í boði sem 10 skipta klippikort í nafni félags. (Nú þegar eru til 10 skipta klippikort í gjaldskrá íþróttamiðstöðvar). Tekið er fram að öll félög gætu nýtt sér klippikort.
Með fundarboði fylgdi einnig gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar þar sem búið er að bæta við ofangreindri tillögu.
Jón Stefán vék af fundi kl. 15:07.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu vinnuhópsins um skráningu bifreiða en bendir á að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2025 (tilfærsla) vegna flutnings á rekstrarkostnði umræddrar bifreiðar sem er nú á deild 09210 og fer yfir á deild 04010. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.