Byggðaráð

1145. fundur 30. apríl 2025 kl. 13:15 - 16:08 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202504026Vakta málsnúmer

Frestað.

2.Frá veitustjóra; Vinnuhópur tækjabúnaðar Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202410056Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 13:17.

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi þar sem fram kemur að í fjárhagsáætlun 2025 er heimild fyrir kaupum á vaktbíl fyrir veitur að upphæð kr. 11.900.000. Vinnuhópur tækjabúnaðar Dalvíkurbyggðar telur tvo kosti í stöðinni. Fyrri kosturinn er að kaupa nýjan, óbreyttan bíl og láta breyta honum eða kaupa notaðan breyttan bíl og bæta við búnaði sem þörf er á, en hvort heldur sem er þá nægir ekki sú upphæð sem gert er ráð fyrir á fjárfestingaáætlun. Veitustjóri óskar eftir að fá að selja núverandi vaktbíl og nota söluandvirðið í að breyta nýjum, tilvoandi vaktbíl eða kaupa notaðan breyttan bíl og nota hluta að sölu núverandi vaktbíls til breytinga. Áætlað söluandvirði eru kr. 5.000.000.

Einnig fylgdi með fundarboði byggðaráðs rökstuðningur starfsmanns veitna fyrir hönd vinnuhóps um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar, dagsettur þann 5. apríl sl.

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi beiðni frá vinnuhópi um tækjabúnað Dalvíkurbyggðar varðandi skráningu bifreiða, dagsett þann 3. apríl sl. Vinnuhópurinn óskar eftir heimild til að breyta skráningu á milli deilda á nýjum RAV4 og Outlander þannig að RAV4 bifreiðin verði skráð á og rekin af félagsmálasviði og Outlander verði skráð á og rekinn af fræðslu- og menningarsviði. Jafnframt er þess óskað að nýr vaktbíll veitna verði skráður á almenn skáningarnúmer en ekki á vsknúmer.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2024, viðauka nr. 16, allt að kr. 1.900.000 og að viðaukanum verði mætt með söluandvirði af eldri vaktbíl. Liður 48200-11506 hækkar því úr kr. 11.900.000 og í kr. 13.400.000 og liður 47310-0711 verði kr. -5.000.000 í stað 0 vegna sölu á eldri vaktbíl. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu vinnuhópsins um skráningu bifreiða en bendir á að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun 2025 (tilfærsla) vegna flutnings á rekstrarkostnði umræddrar bifreiðar sem er nú á deild 09210 og fer yfir á deild 04010. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Frá veitustjóra; Djúpdæla - viðaukabeiðni

Málsnúmer 202407047Vakta málsnúmer

Með fundarboðii byggðaráðs fylgdi erindi frá veitustjóra, dagsett þann 7. apríl sl., þar sem óskað er eftir viðauka vegna kaupa á djúpdælu að upphæð kr. 12.578.855. Lagt er til að kr. 5.000.000 sem eru á áætlun ársins 2025 vegna dælunnar sé notað upp í lokagreiðsluna fyrir dælunni þannig að nettó viðauki verði kr. 7.578.855 á lið 48200-11606 og að niðursetning hennar verði færð til ársins 2026.

Halla Dögg vék af fundi kl. 13:38.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hafna ofangreindri viðaukabeiðni þar sem um er að ræða kaup á dælu frá árinu 2024 sem og að búið var að skuldbinda sveitarfélagið fyrir kaupunum og ganga frá greiðslu á lokareikningi á árinu 2025. Ekki er heimilt að gera viðauka við fjárhagsáætlun eftir á.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá Innviðaráðuneytinu; Bréf til framkvæmdarstjóra sveitarfélaga frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 202504050Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um hver heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands er í krónum talið eru umfram þær forsendur sem lagðar voru fram í fjárhagsáætlun. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort að sveitarfélögin ætli að bregðst sérstaklega við þessum kostnaðarauka og ef svo er, með hvaða ætti.

Heildarviðauki við launáætlun 2025 er í vinnslu og vonast er til að hægt verði að leggja hann fyrir byggðaráð á næsta fundi. Í þeim útreikningum munu koma fram áætluð heildaráhrif kjarasamnings við Kennarasamband Íslands vegna ársins 2025.

5.Frá Hollvinafélagið Dalbæjar; Söfnun fyrir hljóðkerfi á Dalbæ

Málsnúmer 202504079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá formanni stjórnar Dalbæjar, dagsett þann 21. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna söfnunar fyrir nýju hljóðkerfi á Dalbæ.Fram kemur að ákveðið hefur verið að hrinda af stað söfnun fyrir umræddum búnaði og ætla Hollvinasamtök Dalbæjar að aðstoða Dalbæ með söfnunina.
Til umræðu og afgreiðslu frestað.

6.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Heildarviðauki við launa 2025 skv. kjarasamningum

Málsnúmer 202504094Vakta málsnúmer

a) Heildarlaunaviðauka 2025 frestað til næsta fundar.

b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að uppfært skjal er komið á heimasíðuna varðandi launakjör kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2025; https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/240815.samthykkt-um-starfsljor.-laun-og-thoknanir-kjorinna-fulltrua2222-merged.pdf


Frestað.

7.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Samþykkt um fjárhagsáætunarferli Dalvíkurbyggðar - endurskoðun

Málsnúmer 202504095Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögur að breytingum á Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Í grunninn er ekki um efnislegar breytingar að ræða á ferlinu heldur tæknilegar breytingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum fyirliggjandi tillögu að Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Frá íþróttafulltrúa; Endurskoðun rekstrarsamnings UMFS vegna ÍB-korta

Málsnúmer 202502114Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs íþróttafulltrúi, kl. 14:28.
Freyr Antonsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 14:29.
´
Á 172. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1144.fundi byggðaráðs þann 10.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 172. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 1. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Íþróttafulltrúi fer yfir greinagerð sína um stöðu knattspyrnudeildar UMFS vegna ÍB korta.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráðs leggur til að breytingar verði gerðar á gjaldskrá. Boðið verði upp á ÍB-kort til þriggja mánaða, sex mánaða og tólf mánaða.
Í greinargerð íþróttafulltrúa, dagsett þann 19. mars sl., kemur m.a. fram að nú um áramót tóku í gildi svokölluð ÍB- kort í Íþróttamiðstöðina, sem í rauninni eru sérstök kort en byggð á 65% afslætti af árskorti. Slíkt sé auðvitað mikil búbót fyrir flest íþróttafélög í plássinu en þó er því öfugt farið með Knattspyrnudeild UMFS sem sér nú fram á aukin fjárútlát (þar sem deildin hefur undanfarin ár haft frían aðgang að aðstöðunni). Fram kemur í greinargerðinni að athugasemdir hafa borist frá forsvarsmönnum meistraraflokka kvenna og karla í knattspyrnu vegna þessara breytinga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að boðið verði einnig upp á ÍB-kort til þriggja mánaða og sex mánaða.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs að boðið verði upp á ÍB-kort til þriggja og sex mánaða."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað íþróttafulltrúa, dagsett þann 23. apríl 2024, þar sem kemur fram að til að loka ÍB-korta málinu endanlega og koma enn frekar til móts við sérstöðu knattspyrnu umfram önnur íþróttafélög í Dalvíkurbyggð leggur íþróttafulltrúi til að sökum þess að knattspyrna er hópíþrótt væri góður kostur að ÍB-kort verði í boði sem 10 skipta klippikort í nafni félags. (Nú þegar eru til 10 skipta klippikort í gjaldskrá íþróttamiðstöðvar). Tekið er fram að öll félög gætu nýtt sér klippikort.

Með fundarboði fylgdi einnig gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar þar sem búið er að bæta við ofangreindri tillögu.

Jón Stefán vék af fundi kl. 15:07.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði fyrir næsta fund.

9.Samstarfsverkefni í kjölfar kynningar; Leigufélagið Bríet

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið kl. 15:10.

Á 1144. fundi byggðaráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, kl. 15:12.
Á 1143. fundi byggðaráðs þann 27. mars sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 17. mars sl., þar sem fram kemur að Stjórn Leigufélagsins Bríetar hefur samþykkt að gagna til samninga við Dalvíkurbyggð vegna þeirra 9 eigna sem Bríet hefur skoðað með sveitarfélaginu.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fasteignasala til að sjá um skjalagerð og frágang, sbr. tölvupóstur Leigufélagsins Bríetar frá 17. mars sl.
b) Með vísan í mál 202411101 samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela verkefnastjóra þvert á svið að upplýsa leigjendur í Lokastíg 2 um ofangreint."
Verkefnastjóri og sveitarstjóri gerðu grein fyrir stöðu málsins og vinnu á milli funda.
Niðurstaða : Afgreiðslu frestað þar sem tilboð frá Leigufélaginu Bríet vantar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð vinnuskjal yfir íbúðir Dalvíkurbyggðar frá Leigufélaginu Bríeti þar sem fram kemur að með sölu leiguíbúða sveitarfélagsins þá eignast Dalvíkurbyggð kr. 115.958.378 í félaginu sem er nettó verð að teknu tilliti til uppgreiðslu áhvílandi lána og viðhaldsþörf út frá matsvirði eignanna. Matsverðið er byggt á fasteignamati og leiguverði. Kaupverðið samtals er kr. 174.166.772.
Í rafpósti frá fjármálastjóra Leigufélagsins Bríet frá 23. apríl sl. þá er gert ráð fyrir að félagið kaupi eignir af sveitarfélögum og greiði fyrir það með hlutfé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umræddar 9 íbúðir verði seldar Leigufélaginu Bríet á þeim forsendum sem koma fram hér að ofan og í meðfylgjandi gögnum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við félagið um að Leigufélagið Bríet fari í uppbyggingu á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202503027Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

11.Barnaverndarþjónusta - samningur við Akureyrarbæ

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 284. fundi félagsmálaráðs þann 10. desember 2024 var eftifarandi bókað:
"Lagt fram til upplýsingar staðan á samningi við Akureyrarbæ vegna Barnaverndarþjónustu. Akureyrarbær hefur sagt upp samningi við Dalvíkurbyggð mun sú uppsögn taka gildi 30.nóvember 2025."

Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að erindi til Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir þvi við Barnaverndarþjónustu Norðurlands að hefja samningaviðræður þess efnis að Dalvíkurbyggð gangi inn í Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra að erindi til Akureyrarbæjar.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Hringferð Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202504084Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 22. apríl sl., þar sem fram kemur að Sambandið leggur í vor og sumar land undir fót og hyggst heimsækja öll sveitarfélög landsins fyrir lok kjörtímabilsins. Sambandið óskar eftir því að hitta sveitarstjórnir og sveitarstjóra hvers sveitarfélags. Markmið hringferðarinnar er að efla tengsl og samskipti milli sveitarfélaga og Sambandsins,
kynnast betur því góða starfi sem fram fer víða um land og ræða saman um framtíð sveitarstjórnarstigsins. Hver fundur er áætlaður um 90 mínútur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu um fund með Sambandinu þriðjudaginn 13. maí nk. um hádegi.

13.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Drög að áskorun vegna Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202504093Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 28. apríl sl., þar sem fram kemur að Markaðsstofan átti nýverið fundi um málefni Flugklasans með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra annar vegar og Norðurlandi eystra hins vegar.
Á fundunum kom fram vilji sveitarfélaganna til að þrýsta á stjórnvöld að standa betur að uppbyggingu og markaðssetningu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll. Rætt var um að öll sveitarfélögin myndu setja fram sameiginlega áskorun til stjórnvalda um þessi mál.
Í viðhengi eru drög að áskorun frá sveitarfélögum á Norðurlandi til stjórnvalda, byggð á umræðum á áðurnefndum fundum og ýmsum staðreyndum málsins. Markaðsstofa óskar eftir viðbrögðum frá öllum sveitarfélögum við þessum drögum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrir sitt leiti ofangreind drög að áskorun.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

14.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 271. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202504055Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 10. apríl sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar271. mál ? Stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun)..
Frestur til að senda inn umsögn var til og með 25. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Til umsagnar 272. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 14. apríl sl., þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 272. mál ? Sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum)
Frestur til að senda inn umsögn var til og með 28. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands; Boð á ársfund NTÍ, 22. maí n.k.

Málsnúmer 202504054Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpoóstur frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands, dagsettur þann 10. apríl sl, þar sem sveitarstjórnarmönnum er boðið að mæta á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) fimmtudaginn 22. maí frá kl. 11.30 til 13.00 á Grand hótel.Þess er óskað að pósti þessum verði komið til allra kjörinna fulltrúa í sveitarfélaginu. Hægt er líka að horfa á fundinn í streymi.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda ofangreindan póst á kjörna fulltrúa til upplýsingar.

17.Frá SSNE; fundargerð stjórnar nr. 72

Málsnúmer 202503117Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE nr. 72 frá 31. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðir stjórnar nr. 973 -975.

Málsnúmer 202502019Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 973-975.
Lagt fram til kynningar.

19.Frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi; Verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu - skorað á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka.

Málsnúmer 202504068Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttatilkynning frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi undir yfirskriftinni "Verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu", sbr. rafpóstur upplýsingafulltrúa samtakanna frá 15. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025 nr. 85-88.

Fundi slitið - kl. 16:08.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs