Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Hringferð Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202504084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1145. fundur - 30.04.2025

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 22. apríl sl., þar sem fram kemur að Sambandið leggur í vor og sumar land undir fót og hyggst heimsækja öll sveitarfélög landsins fyrir lok kjörtímabilsins. Sambandið óskar eftir því að hitta sveitarstjórnir og sveitarstjóra hvers sveitarfélags. Markmið hringferðarinnar er að efla tengsl og samskipti milli sveitarfélaga og Sambandsins,
kynnast betur því góða starfi sem fram fer víða um land og ræða saman um framtíð sveitarstjórnarstigsins. Hver fundur er áætlaður um 90 mínútur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu um fund með Sambandinu þriðjudaginn 13. maí nk. um hádegi.