Á 1152. fundi byggðaráðs þann 10. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1145.fundi byggðaráðs þann 30.apríl sl., var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá formanni stjórnar Dalbæjar, dagsett þann 21. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna söfnunar fyrir nýju hljóðkerfi á Dalbæ.Fram kemur að ákveðið hefur verið að hrinda af stað söfnun fyrir umræddum búnaði og ætla Hollvinasamtök Dalbæjar að aðstoða Dalbæ með söfnunina. Niðurstaða á þeim fundi var eftirfarandi:
Til umræðu og afgreiðslu frestað.
Erindið tekið fyrir að nýju og samkvæmt upplýsingum frá Hollvinafélagi Dalbæjar þá er búið að safna um 2,7 m.kr. en heildarkostnaður við nýtt hljóðkerfi er um 4,5 - 5,0 milljónir króna.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 1.500.000 sveitarstjóra er falið að útbúa viðauka og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni frá sveitarstjóra, dagsett þann 15. júlí sl, þa sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2025 að upphæð kr. 1.500.000 í samræmi við bókun og afgreiðslu byggðaráðs frá síðasta fundi.