Byggðaráð

1052. fundur 15. desember 2022 kl. 13:15 - 19:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Leikfélagi Dalvíkur; Ósk um endurskoðun á samningi varðandi húsnæðið Ungó og styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202207020Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.

Á 93. fundi menningarráðs þann 22. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, upplýsti ráðið um stöðu mála varðandi húsnæðið Ungó. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni menningarráðs þar sem gert er grein fyrir fundum sviðsstjóra og sveitarstjóra með forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf., annars vegar og hins vegar með forsvarsmönnum Leikfélags Dalvíkur. Í minnisblaðinu leggja formaður menningarráðs og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fram 4 tillögur til umræðu í menningarráði. Fram kemur að formaður menningarráðs og sviðsstjóri leggja til leið C - sem er áframhaldandi uppbygging á Ungó þannig að Dalvíkurbyggð verði með umsjón með húsinu og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs haldi utan um starfsemina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að farin verði leið C og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarviðs að gera drög að samningi til reynslu til eins árs. Hluti af samningi yrðu starfsáætlanir Gísla, Eiríks og Helga ehf., Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurskóla um starfsemi og viðburði í húsinu, ásamt leiguverði þar sem við á.

2.Frá Leikfélagi Dalvíkur; Ósk um endurnýjun á styrktarsamningi milli leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202111015Vakta málsnúmer

Á 1033. fundi byggðaráðs þann 14. júlí sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 1024. fundi byggðaráðs þann 7. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:45. Á 91. fundi menningarráðs þann 24. mars sl. var eftirfarandi bókað: Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að styrktarsamningi milli Leikfélags Dalvíkur og Dalvíkurbyggðar. Menningarráð felur sviðsstjóra að ganga frá endanlegum samningi og leggja hann fram til umræðu í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar. Í meðfylgjandi minnisblaði sviðsstjóra, dagsett þann 4. apríl sl. kemur fram að hann leggur til að samningurinn verði samþykktur. Ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þetta í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022. Reynt verður að mæta viðbótarkostnaði á sviðinu, þar sem að þetta er undir þeim viðmiðum um viðauka við fjárhagsáætlun. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir ofangreindum samningsdrögum. Byggðaráð frestar afgreiðslu til að afla nánari upplýsinga um þær ábendingar og vangaveltur sem komu upp á fundinum. Lagt fram til kynningar."

Á 93. fundi menningarráðs þann 22. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, dagsett þann 15. september 2022, varðandi umsókn um styrk. Menningarráð samþykkti að styrkja Leikfélag Dalvíkur um kr. 375.000 árið 2022 þar sem svigrúm er innan fjárhagsramma.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir umsókn frá Leikfélagi Dalvíkur varðandi styrk á móti fasteignaskatti, sbr. reglur sveitarfélagsins þar um https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/2022/220118.reglur-um-styrk-a-moti-fasteignaskatti-til-felaga-og-felagasamtaka-2022.pdf.
Í reglunum kemur fram að "Starfsemin má ekki njóta samningsbundinna rekstrarstyrkja frá Dalvíkurbyggð eða ígildi þeirra, þ.e. tryggja þarf að styrkur sé ekki tvígreiddur." Umsóknin um styrk á móti fasteignaskatti hefur ekki verið afgreidd þar sem ofangreind erindi frá Leikfélaginu hafa verið í vinnslu. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs getur samkvæmt reglunum vísað álitamálum til byggðaráðs.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs geri drög að styrktarsamningi við Leikfélag Dalvíkur til allt að 3ja ára.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að umsókn um styrk á móti fasteignaskatti 2022 verði hafnað þar sem búið er að veita rekstrarstyrk fyrir árið 2022 til Leikfélags Dalvíkur.

3.Frá Menningarfélaginu Bergi ses; Framtíðarfyrirkomulag á rekstri og skipulagi- ósk um viðræður

Málsnúmer 202206059Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:47 vegna vanhæfis.

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjóra Menningarfélagsins Berg ses, dagsettur þann 7. desember sl, þar sem meðfylgjandi eru fundargerð frá aukafundi stjórnar og stofnfulltrúa frá 6. desember og uppfærðar tillögur að breytingum á Skipulagsskrá Menningarfélagsins Bergs ses sem gerðar voru á sama fundi.
b) Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Drög að starfslýsingu fyrir starf verkefnastjóra menningarhúss ásamt launasetningu fyrir starfið - unnið með launafulltrúa.
c) Samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélags Bergs ses vegna yfirfærslu á rekstrinum um áramót til Dalvíkurbyggðar. Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl.14:14.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð kom með nokkrar ábendingar við drög að starfslýsingu hvað varðar hæfniskröfur og launasetningu og felur sviðsstjóra fræðslu- og menningasviðs að gera breytingar í samráði við launafulltrúa miðað við ábendingar byggðaráðs.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að meðfylgjandi drög fari fyrir stjórn Menningarfélagsins Bergs ses með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Freyr tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

4.Frá Ektaböðum ehf.; Samningur um tjaldsvæði og baðströnd í Sandvík, Hauganesi

Málsnúmer 202210077Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs kl. 14:15.
Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:15.

Á 120. fundi veitu- og hafnaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir hönd Ektabaða ehf sendir Elvar Reykjalín umsókn sem barst í tölvupósti dags 5. des 2022 um heitt og kalt vatn að tjaldsvæði á Hauganesi vegna fyrirhugaðrar aukningu umsvifa og stækkun hjá sjóböðunum og tjaldsvæðis. Veitu- og hafnaráð samþykkir afhendingu á umbeðnu magni á heitu og köldu vatni. Veitu- og hafnaráð getur ekki staðfest að Ektaböð ehf muni greiða fyrir notkun á heitu vatni samkvæmt 2. gr. b liðar heldur verði farið eftir a. lið 2. gr. gjaldskrár hitaveitu Dalvíkur þar sem starfsemin skilgreinist ekki sem sundlaug. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á 4. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Framlagt erindi frá Elvari Reykjalín, framkvæmdastjóra Ektabaða ehf. sem barst í tölvupósti þann 30. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur á milli Ektabaða ehf. og Dalvíkurbyggðar um fyrirhugaða uppbyggingu Ektabaða ehf. á Hauganesi. Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sviðsstjóra að halda áfram að vinna að mótun samnings við Ektaböð ehf. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að viljayfirlýsingu á milli Ektabaða ehf. og Dalvikurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að viljayfirlýsingunni og viðræðum við Ektaböð ehf.

5.Frá framkvæmdasviði; Skipulags- og byggingafulltrúamál Sviðsmyndir 2022

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Á 1049. fundi byggðaráðs þann 24. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1048. fundi byggðaráðs þann 17. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:Tekið fyrir minnisblað vegna skipulags- og byggingamála, dagsett þann 11. október sl., frá Snæbirni Sigurðarsyni, verkefnastjóra á framkvæmdasviði, og Bjarna Daníel Daníelssyni, sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Í minnisblaðinu er komið inn á 4 sviðsmyndir er snúa að skipulags- og byggingarmálum. 1. Ráða byggingar- og skipulagsfulltrúa til starfa. 2. Samstarf við Fjallabyggð um skipulags- og byggingarmál. 3. Útvista skipulags- og byggingarmálum til verkfræðistofu. 4. Samstarf við eða innganga í byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE). Framkvæmdasvið leggur til að leitað verði samstarfs við SBE um skipulags- og byggingarmál. Hafnar verði viðræður um kaup á þessari þjónustu til skemmri tíma með það að markmiði að ganga inn í byggðasamlagið í framhaldinu. Í dag eru verkefni byggingafulltrúa útvistuð til Verkís auk þess er hluti skipulagsverkefna í höndum Forms ráðgjafar. Móttaka og meðhöndlun gagna auk samskipta við viðskiptavini er nú sinnt af verkefnastjóra. Þessi verkefni færu þá öll til SBE. Fram koma einnig hugmyndir um hvernig færi með þau verkefni sem eftir standa innan stöðugildis verkefnastjóra á tæknideild /skipulags- og tæknifulltrúa / skipulags- og byggingafulltrúa. Frestað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram tillögur 2 og 4 hér að ofan."

Á fundinum var upplýst að sveitarstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs áttu fund með SBE þar sem fram kom að SBE getur tekið við málum byggingafulltrúa þann 1. janúar 2023.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að SBE taki við verkefnum byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar frá og með 1.1.2023 og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja fyrir samningsdrög. Fyrirkomulagið verður endurskoðað fyrir lok næsta árs.

6.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

a) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar en afgreiðslu á gjaldskránni var frestað í byggðaráði.

b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur á milli umræðna í sveitarstjórn.
Á 352. fundi sveitarstjórnar var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023 tekin til fyrri umræðu. Síðara umræða fer fram í sveitarstjórn 20. desember nk.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 15:20.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá Hafnasjóðs fyrir árið 2023 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur með breytingu á b) lið í 2. gr. þannig að orkugjaldið verði kr. 1,525 pr.kwst í stað kr. 1,2 pr. kwst. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Umdæmisráð barnaverndar; barnaverndarþjónusta 1.1.2023

Málsnúmer 202202044Vakta málsnúmer

Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Þórhalla Karlsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi, komu inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:24.

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:50. Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. desember sl. upplýsti sveitarstjóri um gang mála hvað varðar viðræður við nágrannasveitarfélögin um barnaverndarþjónustu. Sveitarstjóri og sviðsstjóri félagsmálasviðs gerðu grein fyrir gangi mála á milli funda hvað varðar samstarf um barnaverndarþjónustuna. Einnig var farið yfir á fundinum þá stöðu sem upp er komin varðandi umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni vegna efnislegra breytinga sem gerðar hafa verið á samningsdrögum og þá óvissu sem upp er komin. Eyrún vék af fundi kl. 15:17.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra félagsmálasviðs að vinna áfram að verkefninum og eiga umrædda fundi með nágrannasveitarfélögunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með aðildarsveitarfélögum og óska skýringa á efnislegum breytingum á samningsdrögum. "

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá velferðarsviði Akureyrarbæjar fyrir hönd valnefndar, dagsettur þann 13. desember sl., þar sem eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn;

1. Fyrri samningurinn ásamt viðauka sem lá fyrir í byrjun september. Leið 2
2. Núverandi samningur sem valnefndin hefur lagt fram með þeim breytingum (gullituðum) sem gerðar voru eftir þeim athugasemdum sem bárust á fundinum þann 9. desember sl. auk verklagsreglna sem fylgja samningnum. Leið 1
3. Excel skjal til að reikna út hlut hvers og eins sveitarfélags með annars vegar leið 1 (valnefndarsamningur) og hins vegar leið 2 (fyrri samningur)
4. samantekt frá fundinum þann 9. desember sl.

Óskað er eftir að hvert sveitarfélagið greiði eitt atkvæði á netfang formanns valnefndar fyrir lok fimmtudagins 15. desember nk. um leið 1 eða leið 2. Litið er svo á að þeir sem ekki svara séu að samþykkja samning valnefndar Leið 1.

b) Bréf dagsett þann 13. desember sl. frá innviðaráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu er varðar breytingar um áramót á barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar og þær breytinga sem gera þarf á stjórnsýslu og samþykkt um stjórn sveitarfélaga, einkum hvað varðar framsetningu á valdframsali til tilgreindra starfsmanna barnaverndarþjónustu, til fullnaðarafgreiðslu mála og eftir atvikum samninga um samvinnu sveitarfélaga um barnaverndarþjónustu. Í bréfinu er að finna leiðbeiningar um hvaða og hvernig breytingar þarf að gera á samþykkt um stjórn sveitarfélaga eftir því sem við á.

c) Barnaverndarþjónusta frá 1.1.2023.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fara leið 1. Tekið er undir ábendingar Húnaþings Vestra varðandi eftirfarandi:
1.
Endurskoðunarákvæði verði skýrt og verði eitt ár.
2.
Vald valnefndar til að gera breytingar á kjörum ráðsmanna verði tekið út og kjörin þá ekki endurskoðuð fyrr en samningurinn verði endurskoðaður.
Næsti fundur sveitarstjórnar er nk. þriðjudag þar sem verður jafnframt lagt til að sveitarstjóri fái umboð til að undirrita samninginn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn eftirfarandi hvað varðar framsal á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála samkvæmt barnaverndarlögum:
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir á grundvelli 3. mgr., 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, að veita þar til greindum starfsmönnum barnaverndarþjónustu Dalvíkurbyggðar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023, þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Um er að ræða umboð til könnunar, meðferðar og ákvörðunartöku í einstökum barnaverndarmálum og öðrum málum þar sem barnaverndarþjónusta fer lögum samkvæmt með ákvörðunarvald.
Umboðið nær til sviðsstjóra félagsmálasviðs, ráðgjafa félagsmálasviðs, félagsráðgjafa félagsmálasviðs og lögfræðings barnaverndarþjónustu.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að óska eftir samstarfi við Akureyrarbæ sem leiðandi sveitarfélag um barnaverndarþjónustu frá og með 1.1.2023 til eins árs. Fyrirkomulagið yrði metið og endurskoðað fyrir lok næsta árs.

8.Frá félagsmálaráði 13.12.2022; Styrktarsamningur við Félag eldri borgara.

Málsnúmer 202212053Vakta málsnúmer

Á 264. fundi félagsmálaráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á meirihlutafundi kom fram sú hugmynd að gerður yrði styrktarsamningur við félag eldri borgara líkt og gert er við íþróttafélögin þar sem þau fá árlega ákveðna fjárhæð sem þau ráðstafa sjálf. Þetta yrði einhver ákveðin fjárhæð sem yrði notuð til félagsstarfs og endurbóta ef þarf. Þá þurfa þau ekki að sækja um styrki fyrir námskeiðum, minni háttar endurbótum og svoleiðis heldur hafa þau frjálsræði til að nýta peninginn í það sem þau vilja. Félagsmálaráð leggur til við byggðarráð/sveitarstjórn að gerður verði slíkur samningur við félag eldri borgara strax á næsta almanaksári 2023."

Til umræðu ofangreint.

Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla viku af fundi kl. 16:11.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfsmönnum félagsmálasviðs verði falið að vinna drög að samningi við Félagi eldri borgara og halda áfram umfjöllun í félagsmálaráði og öldungaráði.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202212020Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Frá Truenorth Film & TV ehf.; Varðandi Leyfi fyrir Kvikmyndatökum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202212038Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Móníka Sigurðardóttir, starfandi þjónustu- og upplýsingafulltrúi. Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi og starfandi þjónustu- og innheimtufulltrúi, boðar forföll.

Tekið fyrir erindi frá Truenorth Film & TV ehf., dagsett þann 7. desember 2022, þar sem sótt er um leyfi fyrir kvikmyndatökum í Dalvíkurbyggð í febrúar 2023. Undirbúningur á tökustöðum fer fram í janúar, víðsvegar í og við bæinn, ekki á að koma til raskana á þjónustu fyrirtækja eða stofnanna á Dalvík á meðan á undirbúningi stendur en dagana í febrúar sem tökur standa yfir að mestu leyti frá klukka 15:00 til 03:00 á næturnar verða götulokanir og umferðastjórnun að einhverju leyti. Haft hefur verið samráð við þau fyrirtæki sem næst tökustöðunum standa.

Einnig er sótt um leyfi til notkunar á svæðum og bílastæðum á vegum Dalvíkurbyggðar ss. við Martröð, Skíðabraut, Sandskeið og fyrir aðstöðu við Böggvisstaði.
Til viðbótar er sótt um kvikmyndaleyfi í Friðlandi Svarfdæla við Sandskeið. Sótt verður um leyfi til Umhverfisstofnunar ef umhverfis- og dreifbýlisráð er ekki leyfisveitandi.

Fyrirtækið hefur haft samband við fjölda einstaklinga sem búa við tökustaðina og kynnt verkefnið og einnig þau fyrirtæki er málið varðar.
Fram kemur að Vegagerðin hefur veitt leyfi fyrir kvikmyndatökum á Ólafsfjarðarvegi og er fullt samráð um götulokanir og umferðastjórnun þar sem þar á við.

Tökustaðir eru samkvæmt meðfylgjandi kortum sem sýna tíma- og dagsetningar einnig.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðin leyfi verði veitt til HBO og Truenorth Film & TV ehf. vegna kvikmyndatöku í Dalvíkurbyggð þar sem snýr að sveitarfélaginu.
Byggðaráð fagnar þessu verkefni og telur það vera akkur fyrir sveitarfélagið og samfélagið í heild.

11.Frá matvælaráðuneytinu; Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023

Málsnúmer 202212068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá matvælaráðuneytinu, bréf dagsett þann 12. desember sl., þar sem fram koma upplýsingar um úthlutun byggðakvóta innan sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2022/2023:
Árskógssandur 180 þorskígildistonn (var 195).
Dalvík 65 þorskígildistonn (var 70).
Hauganes 15 þorskígildistonn (var 15).
Alls samtals í Dalvíkurbyggð 260 þorskígildistonn sem er lækkun um 20 tonn frá fiskveiðiárinu 2021/2022.

Sveitarfélögum er gefinn frestur til 13. janúar nk. til að senda ráðuneytinu tillögur um sérreglur og verða reglurnar síðan til kynningar á vef ráðuneytisins til 23. janúar nk. og í framhaldinu verða þær teknar til efnislegrar meðferðar. Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta.
Hægt er nálgast reglur Dalvíkurbyggðar fyrir fiskiveiðiárið 2021/2022 á heimasíðu ráðuneytisins
https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/sjavarutvegur-og-fiskeldi/sjavarutvegur/byggdakvoti/reglur-byggdakvota-2021-2022/
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð sendi tillögur um sérreglur og þær verði þær sömu og síðast.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

Málsnúmer 202212033Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 14. desember sl, þar sem fram kemur að í nóvember sl. var sendur út gagnapakki til þeirra sveitarfélaga og stofnana sem sambandið fer með kjarasamningsumboð fyrir ásamt því að boðað var til kynningarfundar síðar í sama mánuði. Meðal skjala var að finna endurnýjað kjarasamningaumboð ásamt drögum að samkomulagi um sameiginlega ábyrgð sem gert er með vísan til ákvæða persónuverndarlaga. Taka skjölin mið af breyttu fyrirkomulagi á upplýsinga- og gagnaöflun í tengslum við gerð kjarasamninga, sem framvegis verður gerð með rafrænum hætti í gegnum gagnalón.

Líkt og boðað var, hélt sambandið kynningarfund hinn 28. nóvember s.l. með framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum, launafulltrúum og persónuverndarfulltrúum. Á þeim fundi komu fram gagnlegar ábendingar vegna efnis umræddra skjala og fyrirkomulags á gagnaöflun. Sambandið hefur nú tekið allar framkomnar athugasemdir til frekari skoðunar og hefur skjölum verið breytt til samræmis við ábendingar.

Í ljósi framangreinds er meðfylgjandi skeyti þessu eftirfarandi skjöl:

MÁP; Mat á áhrifum á persónuvernd
Áhættumat; sem hluti af MÁPi
Drög að samkomulagi um sameiginlega ábyrgð

Sambandið hvetur sveitarfélög sérstaklega til þess að láta sinn persónuverndarfulltrúa kynna sér skjölin og/eða sinn ráðgjafa í persónuverndarmálum. Sambandið hvetur þá er málið varða að kynna sér vel skjölin sem eru í viðhengi og senda athugasemdir ef einhverjar eru fyrir kl. 16:00 á föstudaginn n.k., hinn 16. desember. Að lokinni þessari yfirferð, og skoðun athugasemda er kunna að berast, verða endanleg skjöl send til undirritunar eftir helgi.

Þess ber að geta að kjarasamningsumboðið hefur þegar verið sent til undirritunar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að ofangreind gögn er nú þegar komin til persónuverndarfulltrúa Dalvíkurbyggðar til yfirferðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga kjarasamningsumboð Dalvíkurbyggðar samkvæmt ofangreindu með fyrirvara um athugasemdir frá persónuverndarfulltrúa.

13.Mánaðarlegar skýrslur bókhalds 2022 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202202105Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds janúar - nóvember 2022 í samanburði við fjárhagsáætlun 2022 ásamt yfirlit yfir launakostnað og stöðugildi fyrir sama tímabil í samanburði við heimildir.
Lagt fram til kynningar.

14.Fjárhagsáætlun 2022; heildarviðauki IV

Málsnúmer 202212071Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 þar sem búið er að taka inn alla þá viðauka inn í fjárhagsáætlunarlíkan sem gerðar hafa verið á árinu 2022.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu breytingar og niðurstöður.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði viðauki nr. 45 við fjárhagsáætlun 2022 vegna verkefnis um Friðlandsstofu og Gamla skóla. Liður 32200-11950 verði kr. 0 í stað tekjur kr. -14.000.000 og liður 32200-11605 verði kr. 0 í stað kr. 34.000.000. Nettóbreytingin er kr. 20.000.000 sem er lagt til að mætt sé með hækkun á handbæru fé. Búið er að gera ráð fyrir þessari tillögu í heildarviðauka IV.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum heildarviðauka IV við fjárhagsáætlun 2022 til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn með tillögu að viðauka nr. 45 vegna Gamla skóla og Friðlandsstofu.

15.Afsláttur fasteignaskatts 2023 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202212072Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga að reglum um afslátt fasteignaskatts 2023 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrirþega. Tillagan er óbreytt frá árinu 2022 nema að búið er að uppfæra upphæð afsláttar og tekjuviðmið í samræmi við ákvæði í reglunum.

Afslátturinn yrði kr. 88.115 í stað kr. 83.049.
Tekjutenging yrði:
Fyrir einstaklinga
a) með tekjur allt að kr. 5.082.328 er fullur afsláttur. Upphæðin var kr. 4.799.176.
b) með tekjur yfir kr. 7.623.491, enginn afsláttur. Upphæðin var kr. 7.198.764.
Fyrir hjón og sambýlisfólk:
a) með tekur allt að kr. 7.018.452 er fullur afsláttur. Upphæðin var kr. 6.627.434.
b) með tekjur yfir kr. 10.527.679,enginn afsláttur. Upphæðin var kr. 9.941.151.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum reglum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar eins og þær liggja fyrir.

16.Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga 2023

Málsnúmer 202212073Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2023 á grundvelli heimilda í lögum um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerðar um fasteignaskatt. Tillagan er óbreytt frá þeim reglum sem gilda fyrir árið 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

17.Frá Þekkingarneti Þingeyinga; Hvatning - Fræðslugreining í loftslags- og umhverfismálum

Málsnúmer 202212069Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpostur frá Þekkingarneti Þingeyinga, dagsettur þann 12. desember sl., þar sem óskað er eftir að þessi póstur verði framsendur á starfsfólk, kjörna fulltrúa í sveitastjórn og fulltrúa í fastanefndum sveitarfélaganna. Fyrir um tveimur vikum síðan hóf Þekkingasetrið útsendingu á könnun á fræðsluþörfum starfsfólks sveitarfélaga, kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og fulltrúum í fastanefndum á starfssvæði SSNE en svörun á könnuninni hefur farið hægt af stað. Það er afar mikilvægt að þátttaka í könnuninni verði góð. Verkefnið er meðal áhersluverkefna sóknaráætlunar SSNE og niðurstöður könnunarinnar eru grunnur sem nýttur verður til að útbúa fræðsluáætlun fyrir starfsfólk sveitarfélaganna og fulltrúa í sveitastjórnum og fastanefndum. Það tekur um 10 mín. að svara könnuninni sem er nokkuð ítarleg en veitir þar með enn betri grunn fyrir fræðsluáætlun með góðri svörun.
Byggðaráð hvetur starfsmenn og kjörna fulltrúa sveitarfélagsins að svara ofangreindri könnun sem fyrst og felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að áframsenda ofangreindan rafpóst.

18.Útsendingar af fundum bæjarstjórnar, beiðni um búnað og ræðupúlt

Málsnúmer 202210074Vakta málsnúmer

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1046. fundi byggðaráðs þann 27. otkóber sl. var eftirfarandi bókað:Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, sbr. rafpóstur tölvuumsjónarmanns frá 13.10.2022, er varðar fyrirkomulag og kostnað vegna fyrirhugaðra útsendinga af fundum sveitarstjórnar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heimild til þess að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð felur tölvuumsjónarmanni í samráði við sveitarstjóra að koma með endanlega útfærslu í samræmi við hvernig byggðaráð/sveitarstjórn sér fyrir sér hvert fyrirkomulagið verður á fundunum. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir heimild til að keypt verði ræðupúlt og búnaður til að taka upp og/eða streyma sveitarstjórnarfundum, alls kr. 210.000, vísað á deild 21010 - sveitarstjórn."

Á fundinum var upplýst að búið að er kaupa ræðupúlt og búnaðinn sem til þarf og setja hann upp.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að næsti fundur verði tekinn upp til reynslu.

19.Frá Þjóðskjalasafni Íslands; 2204172 - Drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi til umsagnar

Málsnúmer 202212039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þjóðskjalaafni Íslands, rafpóstur dagsettur þann 7. desember sl., þar sem fram kemur Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Frestur til að skila inn umsögn við regludrögin er til og með 2. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs