Byggðaráð

1012. fundur 13. janúar 2022 kl. 13:00 - 14:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar 2021; kynning

Málsnúmer 202111002Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 13:00.

Íris kynnti niðurstöður úr atvinnulífskönnun Dalvíkurbyggðar 2021.

Árið 2019 fór fram könnun á stöðu atvinnulífs í Dalvíkurbyggð á meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu og var sú könnun framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey. Á 66. fundi atvinnumála-og kynningaráðs samþykkti ráðið að senda aftur út könnun með það að markmiði að kanna núverandi stöðu atvinnumála í Dalvíkurbyggð ásamt því að fá samanburð á milli áranna 2019 og 2021. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 14. desember - 8. janúar 2021. Fyrirtæki var í þessari könnun skilgreint þannig: Allir sem eru með starfsmenn á launaskrá eða eru starfsmenn hjá eigin fyrirtæki. Spurningalistinn var sendur á 132 fyrirtæki í sveitarfélaginu. Svör bárust frá 79 fyrirtækjum. Svarhlutfall er 59,8%.

Íris vék af fundi kl. 13:34.
Byggðaráð þakkar fyrir kynninguna og felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að taka saman þau ariði er snúa sérstaklega að sveitarfélaginu og koma þeim einnig á framfæri við fagráðin. Einnig að taka saman þau atriði er snúa að hagsmunasamtökum.

2.Afsláttur fasteignaskatts 2022 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 202201037Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar hvað varðar afslátt fasteignaskatts 2022 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að reglum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Styrkur til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2022

Málsnúmer 202201038Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka fyrir árið 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að reglum og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Vátryggingar Dalvíkurbyggðar; útboð 2022

Málsnúmer 202201014Vakta málsnúmer

Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 þá er gert ráð fyrir að farið verði í útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins.

Gildandi samningur við VÍS er með gildistíma til og með 31.12.2022 með framlengingu um eitt ár í senn í tvígang.

Á fundinum var rætt um fyrirkomulag útboðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fá verð frá Consello í þjónustu við útboð á tryggingapakkanum.

5.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Umsókn um tónlistarnám fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202201007Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 3. janúar 2022, þar sem lagt er til að umsókn nemenda við Tónlistarskólann i Eyjafirði verði samþykkt vegna náms á vorönn 2021/2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn og hlutdeild Dalvíkurbyggðar í kostnaði.

6.Fundargerðir starfs- og kjaranefndar 2022

Málsnúmer 202201039Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 11. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

7.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Á 347. fundi umhverfisráðs þann 8. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
Með innsendu erindi dags. 5. janúar 2021 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxóss ehf. eftir að meðfylgjandi útfærsla á landfyllingu verði tekin til efnislegrar meðferðar varðandi skipulagsbreytingu.
Umhverfisráð vísar framlagðri tillögu til skoðunar hjá veitu- og hafnarráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar.

Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að vísa framlagðri tillögu til skoðunar hjá Veitu- og hafnaráði og siglingarsviði Vegagerðarinnar."

Á 104. fundi veitu- og hafnaráðs þann 14. maí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Þann 19. apríl var haldinn opinn fundur með notendum Árskógssandshafnar þar sem kynnt voru áform um landfyllingu og lagfæringu á innsiglingunni að höfninni. Umræður voru málefnalegar og fjölluðu töluvert um ókyrrð í höfninni og þörf fyrir fleiri bílastæði vegna farþega sem nýta sér ferjusiglingar til Hríseyjar.

Fyrir fundinum er einnig bréf, frá 5. maí sl. frá Andey ehf., en það fyrirtæki er rekstraraðili ferjunnar til Hríseyjar. Í því eru reifaðar ýmsar hugmyndir sem snúa að aðstöðu innan hafnar og ytri mannvirkjum hafnarinnar og einnig fyrirhuguðum landfyllingaráformum.
Með vísan til bókunar 3. tl. á 103. fundi ráðsins frá 9. apríl sl. samþykkir veitu- og hafnaráð samhljóða með fimm atkvæðum að vísa athugasemdum Andeyjar ehf, sem fram koma í rafbréfi frá 5. maí 2021, til umhverfisráðs og siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.
Í framhaldi af umræðum á fundinum og ábendingum í bréfi Andeyjar ehf. mælist veitu- og hafnaráð til þess að efnt verði til samráðs við Vegagerð ríkisins og umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar um skipulag bílastæða við Árskógssandshöfn og umferðaleiðir að ferjubryggunni."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð innanhúss frá 2. fundi vinnuhóps frá 11. janúar sl. til upplýsingar um stöðu málsins.

Umhverfisráð var með málið á dagskrá á fundi sínum fyrr í dag og eftirfarandi var bókað:
"Til kynningar staða á umsókn Laxóss um seiðaeldisstöð á Árskógssandi en fyrirhugað er að halda kynningarfund meðal íbúa á drögum að breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulag vegna verkefnisins þann 19. janúar nk. Það nær til lóðar við Öldugötu á Árskógssandi vegna frumeldis og uppfyllingar austan ferjubryggju vegna áframeldis.
Umhverfisráð óskar eftir við upplýsingafulltrúa að kynningarfundurinn verði auglýstur vel á öllum miðlum sveitarfélagsins, íbúasíðum og meðal hagsmunaaðila Árskógssandshafnar, s.s. útgerðaraðila, rekstraraðila Hríseyjarferjunnar og siglingasviðs Vegagerðarinnar."

Lagt fram til kynningar.

8.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Til samráðs. Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

Málsnúmer 202201013Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 5. janúar 2021, þar sem fram kemur að umsagnarfrestur um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum hefur verið framlengdur til 14. janúar nk. Tillagan felur í sér að mælt verði með skýrari hætti fyrir um hvaða reglur skuli gilda um íbúakosningar.
Lagt fram til kynningar.

9.Hluthafafundir Tækifæris hf. des. 2021 og jan. 2022

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Á 1011. fundi byggðaráðs þann 6. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf. ódagsett en móttekið þann 20. desember sl. þar sem boðað er til hluthafafundar mánudaginn 27. desember sl. Stjórn Tækifæris hf. hefur undirritað kaupsamning um sölu allra eigna félagins að frátöldum eignarhlutum þess í Sjóðböðunum og Jarðböðunum. Kaupandi er Fjárfestingarfélagið Urðir ehf. en það er að fullu í eigu KEA svf.
Um virði hins keypta liggur fyrir sérfræðiskýrsla sem unnin er af endurskoðanda félagsins í samræmi við 2. mgr. 95. gr a. laga nr. 2/1995 um hlutafélög þrátt fyrir að umfang viðskiptanna sé undir þeim viðmiðunum sem lögin gera ráð fyrir um gerð sérfræðiskýrslu og samþykki hluthafafundar. Meðfylgjandi er sérfræðiskýrsla endurskoðanda félagsins.

b) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf. ódagsett en móttekið þann 4. janúar 2022, þar sem boðað er til hluthafafundar 10. janúar nk. kl. 14:00.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja hluthafafund Tækifæris hf. þann 10. janúar nk."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir upplýsingum sem hún hefur aflað sér um málið og hluthafafund Tækifæris þann 10. janúar sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna með möguleika á sölu á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum (áður Tækifæri hf.).

10.Aukaþing SSNE 10. desember 2021

Málsnúmer 202201031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gögn frá aukaþingi SSNE sem var haldið í fjarfundi þann 10. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Fréttabréf SSNE; desember 2021

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf SSNE frá desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs