Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Til samráðs. Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

Málsnúmer 202201013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1012. fundur - 13.01.2022

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 5. janúar 2021, þar sem fram kemur að umsagnarfrestur um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum hefur verið framlengdur til 14. janúar nk. Tillagan felur í sér að mælt verði með skýrari hætti fyrir um hvaða reglur skuli gilda um íbúakosningar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1020. fundur - 10.03.2022

Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 5. janúar 2021, þar sem fram kemur að umsagnarfrestur um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum hefur verið framlengdur til 14. janúar nk. Tillagan felur í sér að mælt verði með skýrari hætti fyrir um hvaða reglur skuli gilda um íbúakosningar. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 4. mars 2022, þar sem tilkynnt er um birtingu í Samráðsgátt á frumvarpi til laga um breytingu á sveitartjórnarlögum nr. 138/2011, íbúakosningar á vegum sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 15. mars nk.
Lagt fram til kynningar.