Á 347. fundi sveitarstjórnar þann 28. júni 2022 var eftirfarandi bókað:
"Á 1030. fundi byggðaráðs þann 23. júní 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1014. fundi byggðaráðs þann 27. janúar 2022 var eftirfarandi bókað: "Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2022 þá er gert ráð fyrir að farið verði í útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins. Gildandi samningur við VÍS er með gildistíma til og með 31.12.2022 með framlengingu um eitt ár í senn í tvígang. Á fundinum var rætt um fyrirkomulag útboðsins. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fá verð frá Consello í þjónustu við útboð á tryggingapakkanum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilboð og verklýsing frá Consello, dagsett þann 21. janúar sl. ásamt svörum við beiðni sviðsstjóra um ítarupplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga til samninga við Consello á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og verklýsingar, samningi vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning ásamt verklýsingu við Consello um þjónustu við útboð á tryggingapakka sveitarfélagsins." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 14. júní sl. frá Consello þar sem fram koma niðurstöður útboðsins samkvæmt birtingablaði. Tilboðsgögn verði nú yfirfarin og eftir það verða lokaniðurstöðurnar kynntar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar þegar lokaniðurstöður liggja fyrir eftir yfirferð. Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað frá Guðmundi Ásgrímssyni frá Concello, dagsett þann 27. júní 2022, þar sem fram kemur að lægsta tilboð, sem er frá Sjóvá, uppfyllir öll skilyrði útboðsins. Til máls tók: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, starfandi sveitarstjóri. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda; Sjóvá, um vátryggingar Dalvíkurbyggðar. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi við Sjóvá samkvæmt ofangreindu.