Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Umsókn um tónlistarnám fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202201007

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1012. fundur - 13.01.2022

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 3. janúar 2022, þar sem lagt er til að umsókn nemenda við Tónlistarskólann i Eyjafirði verði samþykkt vegna náms á vorönn 2021/2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn og hlutdeild Dalvíkurbyggðar í kostnaði.

Sveitarstjórn - 342. fundur - 18.01.2022

Á 1012. fundi byggðaráðs þann 13. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 3. janúar 2022, þar sem lagt er til að umsókn nemenda við Tónlistarskólann i Eyjafirði verði samþykkt vegna náms á vorönn 2021/2022. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn og hlutdeild Dalvíkurbyggðar í kostnaði."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi umsókn nemenda við Tónlistarskólann í Eyjafirði fyrir vorönn 2021/2022. Kostnaði vísað á deild 04530.