Frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju vegna fjárhagsáætlunar 2022

Málsnúmer 202108070

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 87. fundur - 23.09.2021

Tekið fyrir bréf frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar, dags. 26.08.2021. Undirritaður f.h. sóknanefndar óskar eftir fjárstyrk fjárhagsárið 2022, með niðurfellingu fasteignagjalda, eins og undanfarin ár.
Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 26.08.2021.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur greiddum atkvæðum að veita styrk fjárhagsárið 2022.

Byggðaráð - 997. fundur - 30.09.2021

Á 87. fundi menningarráðs þann 23. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar, dags. 26.08.2021. Undirritaður f.h. sóknanefndar óskar eftir fjárstyrk fjárhagsárið 2022, með niðurfellingu fasteignagjalda, eins og undanfarin ár. Meðfylgjandi er einnig minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 26.08.2021. Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur greiddum atkvæðum að veita styrk fjárhagsárið 2022."
Lagt fram til kynningar.