Ósk um styrk vegna göngustígs meðfram Dalvíkurkirkju

Málsnúmer 202109096

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 87. fundur - 23.09.2021

Tekið fyrir bréf frá sóknarnefnd Dalvíkur, dags. 17.09.2021, þar sem óskað er eftir styrk vegna stígs við austurhlið Dalvíkurkirkjugarðs.
Menningarráði líst vel á verkefnið og sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs er falið að skoða málið betur.

Byggðaráð - 997. fundur - 30.09.2021

Á 87. fundi menningarráðs þann 23. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá sóknarnefnd Dalvíkur, dags. 17.09.2021, þar sem óskað er eftir styrk vegna stígs við austurhlið Dalvíkurkirkjugarðs. Menningarráði líst vel á verkefnið og sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs er falið að skoða málið betur."
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 88. fundur - 22.10.2021

Björk Hólm fór af fundi kl. 09:20
Tekið fyrir minnisblað frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, dags. 21.10.2021.
Menningarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að veita 300.000 kr. styrk vegna göngustígs meðfram Dalvíkurkirkju.