Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Fjárhagsáætlun 2021; heildarviðauki I

Málsnúmer 202105119

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 987. fundur - 03.06.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim viðaukum 1 - 9 sem staðfestir hafa verið af sveitarstjórn.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti helstu niðurstöður.

Einnig fylgdu með fundarboði byggðaráðs eftirfarandi gögn til upplýsingar;
a) Yfirlit fjárfestinga í samanburði við heimildir janúar - apríl 2021.
b) Yfirlit yfir stöðu fjárhagsaðstoðar í samanburði við áætlun janúar - apríl 2021.
c) Yfirlit yfir greitt útsvar janúar - apríl 2021 í samanburði við áætlun og í samanburði við önnur sveitarfélög.
d) Yfirlit yfir launakostnað og stöðugildi í samanburði við áætlanir janúar - apríl 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 987. fundi byggðaráðs þann 3. júní 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 í fjárhagsáætlunarlíkani með þeim viðaukum 1 - 9 sem staðfestir hafa verið af sveitarstjórn. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir og kynnti helstu niðurstöður. Einnig fylgdu með fundarboði byggðaráðs eftirfarandi gögn til upplýsingar; a) Yfirlit fjárfestinga í samanburði við heimildir janúar - apríl 2021. b) Yfirlit yfir stöðu fjárhagsaðstoðar í samanburði við áætlun janúar - apríl 2021. c) Yfirlit yfir greitt útsvar janúar - apríl 2021 í samanburði við áætlun og í samanburði við önnur sveitarfélög. d) Yfirlit yfir launakostnað og stöðugildi í samanburði við áætlanir janúar - apríl 2021. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Rekstrarniðurstaða A-hluta, kr. -79.971.000, var kr. -56.066.000.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. -70.904.000, var kr. -46.999.000.
Handbært fé frá rekstri Samstæðu A- og B- hluta, kr. 156.655.000, lækkar um kr. 23.843.000 frá upprunalegri áætlun.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta, kr. 146.813.000, hækka um kr. 3.853.000 frá upprunalegri áætlun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2021 eins og hann liggur fyrir.