Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Aukinn stuðningur við úrbætur í aðgengismálum fatlaðs fólks

Málsnúmer 202103118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 979. fundur - 25.03.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs JS. Markmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og Eignasjóðs til umfjöllunar.

Umhverfisráð - 351. fundur - 08.04.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. mars 2021, þar sem gert er grein fyrir að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs. Markmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks.

Sérstaklega er kveðið á um að Fasteignasjóði sé heimilt á árunum 2021 og 2022 að úthluta samtals 363 m.kr. í sérstök framlög til:

Úrbóta á aðgengi fatlaðs fólks að byggingum í eigu sveitarfélaga eða þar sem um er að ræða byggingar í eigu annarra aðila en sveitarfélaga þar sem um samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila er að ræða.
Úrbóta þannig að biðstöðvar almenningssamgangna séu aðgengilegar öllu fötluðu fólki, svo og útivistarsvæði og almenningsgarðar.
Úrbóta sem lúta að viðeigandi aðlögun á vinnustöðum fatlaðs fólks, sem starfræktir eru skv. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Umsóknir um þessi sérstöku framlög árin 2021 og 2022 skulu berast jöfnunarsjóði ásamt fullnægjandi gögnum eigi síðar en 31. desember 2022.
Umhverfisráð samþykkir að hafa ofangreindar upplýsingar til hliðsjónar við vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun og felur sviðsstjóra að ræða við félagsmálasvið til þess að fá ábendingar um það sem betur má fara í aðgengismálum innan sveitarfélagsins.

Félagsmálaráð - 249. fundur - 13.04.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. mars 2021, þar sem gerð er grein fyrir að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafi sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs JS. Markmið nýrrar reglugerðar er að veita auknum stuðningi til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks.

Málinu var vísað til félagsmálaráðs, umhverfisráðs og Eignasjóðs til umfjöllunar á 979. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að koma á samstarfi milli félagsmálasviðs, umhverfissviðs og eignasjóðs vegna aðgengismála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu og vinna að umsókn til úrbóta.

Félagsmálaráð - 251. fundur - 08.06.2021

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 01.06.2021 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga og Öryrkjabandalaginu um aðgengisfulltrúa. Sveitarfélög eru hvött til að ráða til sín námsmenn til sumarstarfa sem hafa það verkefni að vinna að aðgengismálum hjá sveitarfélögunum. Áherslan verður fyrst og fremst á manngert umhverfi eða byggingar og útisvæði. Í framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks 2017-2021 er hvatt til þess að sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar skipi aðgengisfulltrúa. Hlutverk þeirra er að sjá til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi þ.e. á þjónustu og starfsemi viðkomandi sveitarfélags í víðum skilningi.
Félagsmálasvið er í samstarfi við umhverfissvið vegna ráðningar námsmanna í sumarstarfi til að gera slíka úttekt.
Lagt fram til kynningar.