Frá skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla; Beiðni um fjölgun stöðugilda við Árskógarskóla.

Málsnúmer 202010123

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 964. fundur - 05.11.2020

Undir þessum lið sat fundinn áfram Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 28. október 2020, um 50% viðbótar stöðugildi vegna aukins undirbúnings leikskólakennara samkvæmt kjarasamningi og stjórnunarumfangs deildarstjóra. Starfs- og kjaranefnd fjallaði um erindið á fundi sínum 3. nóvember s.l. og vísaði því til sviðsstjóra fræðslu- og menningarviðs til skoðunar og fylgdu með nokkrar spurningar frá nefndinni.

Með fundarboði fylgdi jafnframt minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla, dagsett þann 03.11.2020 þar sem þess er óskað að áætlað 50% stöðugildi sem er nú þegar inni í launaáætlun fyrir Árskógarskóla vegna styttingu á vinnuviku verði samþykkt og muni það dekka það sem til þarf.

Áætlaður kostnaður vegna þessa viðbótar stöðugildis er um 3,3 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri beiðni til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.