Beiðni um upplýsingar um framkvæmdir og aðgerðir

Málsnúmer 202003092

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 938. fundur - 19.03.2020

Beiðni til sveitarfélaga um að leggja sérstaka áherslu á framkvæmdir með aðkomu ríkisins.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, fór yfir skjal með framkvæmdum og viðhaldi sem þegar hafa verið samþykkt og hvernig þau falla að þessum áherslum ríkisins um að leggja aukið fjármagn í samstarfverkefni ríkis og sveitar sérstaklega þau sem eru mannaflsfrek.
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra að útfæra upplýsingar um hugsanlegar framkvæmdir og aðgerðir og svara erindinu.

Byggðaráð skorar á RARIK að flýta strengvæðingu í vestanverðum Svarfaðardal fram til ársins 2020. Ástæðan er langvarandi rafmagnsleysi í desember auk rafmagnstruflana sem hafa orðið í framhaldi þess.

Byggðaráð - 940. fundur - 07.04.2020

Með fundarboði fylgdi til upplýsinga bréf SSNE til Forsætisráðuneytisins um aukið fjármagn í sóknaráætlun Norðurlands eystra til viðspyrnu strax.
Lagt fram til kynningar.