Dýpkun 2020 - beiðni um viðauka

Málsnúmer 202003173

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 94. fundur - 01.04.2020

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, framkvæmdaáætlun, var ekki gert ráð fyrir að fara í dýpkun við Austur- og Norðurgarð. Nú er svo komið að tækifæri gafst til að ljúka þessum verkþætti og þess vegna er þessi beiðni um viðauka að fjárhæð kr. 8.400.000,-.
Útistandandi er viðskiptaskuld við Siglingasvið Vegagerðar ríkisins að fjárhæð um kr. 9.700.000,-, vegna vangreiddrar þátttöku við fyrri dýpkunarframkvæmdir við Austurgarð.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að óska eftir umræddum viðauka vegna dýpkunar og að sviðsstjóri gangi eftir greiðslu frá Siglingasviði Vegargerðar ríksins vegna vangreiðslu á fyrri hluta dýpkunarinnar.

Byggðaráð - 940. fundur - 07.04.2020

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs dagsett 31. mars 2020, beiðni um viðauka vegna dýpkunarframkvæmda við austur- og norðurgarð. Verið er að fara að vinna að dýpkunarframkvæmdum hjá Hafnasamlagi Norðurlands og stendur til boða að Dalvíkurbyggð gangi inn í þann samning og nýti skipið sem kemur norður vegna þessa verkefnis.

Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. apríl samþykkti ráðið samhljóða að óska eftir viðauka vegna dýpkunar og að sviðsstjóri gangi eftir greiðslu frá Siglingasviði Vegargerðar ríksins vegna vangreiðslu á fyrri hluta dýpkunarinnar.

Óskað er eftir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020 fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, deild 42200-11551, hafnaframkvæmdir með vsk, nýframkvæmdir, að upphæð kr. 8.400.000 sem er áætlaður hlutur Dalvíkurbyggðar í verkinu. Ekki er svigrúm innan málaflokksins og því er óskað eftir lækkun á handbæru fé á móti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020.

Sveitarstjórn - 324. fundur - 21.04.2020

Á 940. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs dagsett 31. mars 2020, beiðni um viðauka vegna dýpkunarframkvæmda við austur- og norðurgarð. Verið er að fara að vinna að dýpkunarframkvæmdum hjá Hafnasamlagi Norðurlands og stendur til boða að Dalvíkurbyggð gangi inn í þann samning og nýti skipið sem kemur norður vegna þessa verkefnis. Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 1. apríl samþykkti ráðið samhljóða að óska eftir viðauka vegna dýpkunar og að sviðsstjóri gangi eftir greiðslu frá Siglingasviði Vegargerðar ríksins vegna vangreiðslu á fyrri hluta dýpkunarinnar. Óskað er eftir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020 fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, deild 42200-11551, hafnaframkvæmdir með vsk, nýframkvæmdir, að upphæð kr. 8.400.000 sem er áætlaður hlutur Dalvíkurbyggðar í verkinu. Ekki er svigrúm innan málaflokksins og því er óskað eftir lækkun á handbæru fé á móti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2020, fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, deild 42200-11551, hafnaframkvæmdir með vsk, nýframkvæmdir, að upphæð kr. 8.400.000 sem er áætlaður hlutur Dalvíkurbyggðar í verkinu. Ráðstöfun á móti þessum viðauka er lækkun á handbæru fé.