Fjárhagsáætlun 2020; vegna viðhaldsframkvæmda á Dalbæ og viðræður.

Málsnúmer 201908062

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 917. fundur - 05.09.2019

Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett 26. ágúst 2019, ósk um viðræður við Dalvíkurbyggð varðandi næsta starfs- og fjárhagsár 2020.
Fyrir liggur að nauðsynlegt er að ráðast í stórar framkvæmdir við utanhússviðgerðir á Dalbæ. Verið er að vinna uppfærða verk- og kostnaðaráætlun vegna verksins og mun hún verða klár í septembermánuði.
Óskað er eftir fundi með stjórnendum frá Dalvíkurbyggð vegna þessa þegar fyrrnefnd áætlun liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá stjórnendur Dalbæjar á fund ráðsins þegar verk- og kostnaðaráætlun vegna utanhússviðgerða liggur fyrir.

Byggðaráð - 924. fundur - 17.10.2019

Á 917. fundi byggðaráðs þann 5. september 2019 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá stjórn Dalbæjar, dagsett 26. ágúst 2019, ósk um viðræður við Dalvíkurbyggð varðandi næsta starfs- og fjárhagsár 2020.
Fyrir liggur að nauðsynlegt er að ráðast í stórar framkvæmdir við utanhússviðgerðir á Dalbæ. Verið er að vinna uppfærða verk- og kostnaðaráætlun vegna verksins og mun hún verða klár í septembermánuði.
Óskað er eftir fundi með stjórnendum frá Dalvíkurbyggð vegna þessa þegar fyrrnefnd áætlun liggur fyrir.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá stjórnendur Dalbæjar á fund ráðsins þegar verk- og kostnaðaráætlun vegna utanhússviðgerða liggur fyrir."

Nú liggur fyrir endanleg verk- og kostnaðaráætlun um framkvæmdina og var hún lögð fram á fundinum. Einnig greindi sveitarstjóri frá fundi sem hann átti með hjúkrunarframkvæmdastjóra Dalbæjar þann 15. október um stöðu mála.

Málið rætt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2020-2023.

Byggðaráð leggur áherslu á að sveitarfélagið ásamt stjórnendum Dalbæjar fari í viðræður við Ríkið um aðkomu að endurbótunum þar sem málaflokkurinn er á hendi Ríkisins.

Byggðaráð - 935. fundur - 27.02.2020

Á 317. fundi sveitarstjórnar þann 31. október var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að sveitarfélagið ásamt stjórnendum Dalbæjar fari í viðræður við Ríkið um aðkomu að endurbótunum þar sem málaflokkurinn er á hendi Ríkisins."

Jafnframt samþykkti sveitarstjórn á sama fundi fjárhagsáætlun 2020-2023 þar sem gert er ráð fyrir aðkomu sveitarfélagsins að endurbótum á Dalbæ fáist ekki aukið framlag frá Ríki.

Á fundinum upplýsti sveitarstjóri um gang mála frá síðastliðnu hausti. Niðurstaðan er sú að ef gera á við hús í eigu sjálfseignarstofnunnar eða húsnæði sem ekki er komið á forgang á framkvæmdaáætlun, er því miður ekki um annað að ræða en umsókn til Framkvæmdasjóðs aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 940. fundur - 07.04.2020

Í tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga að viðspyrnuaðgerðum er lagt til að aukinn verði stuðningur Framkvæmdasjóðs aldraðra við viðhaldsframkvæmdir og stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Stuðningi skal forgangsraða til verkefna sem eru fullhönnuð og hæf til framkvæmda með litlum fyrirvara.

Hjá Framkvæmdasjóði aldraðra liggur umsókn frá Dalbæ, heimili aldraðra, um framlag úr sjóðnum til framkvæmda við endurbætur húsnæðisins. Þá liggur fyrir á að á fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar árið 2020 er gert ráð fyrir 40 miljónum til framkvæmda við Dalbæ og aftur sömu upphæð á fjárhagsáætlun 2021.

Ljóst er að ekki er hægt að hefja útboð eða viðhaldsframkvæmdir fyrr en afstaða stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra liggur fyrir.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að óska eftir því við stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra að hún taki sem allra fyrst til afgreiðslu umsókn Dalbæjar, heimilis aldraðra, Dalvík, um framlag vegna endurbóta á húsnæðinu.