Tekin fyrir afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 31. mars 2020 á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku.
Tillagan var auglýst 21. janúar 2020 með athugasemdafresti til 6. mars 2020.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við tillögur svæðisskipulagsnefndar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Á 940. fundi byggðaráðs þann 7. apríl 2020 var eftirfarandi bókað: "Tekin fyrir afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 31. mars 2020 á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku. Tillagan var auglýst 21. janúar 2020 með athugasemdafresti til 6. mars 2020.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við tillögur svæðisskipulagsnefndar og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar og felur henni, að fengnu samþykki annarra sveitarstjórna á skipulagssvæðinu, að senda Skipulagsstofnun breytingartillöguna til staðfestingar sbr. ákvæði 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til kynningar 5. fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar ásamt fylgigögnum sem tekið var fyrir á 324. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 21. apríl 2020.