Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. september 2019, boð á sjávarútvegsfund 2019 hjá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík 2. október 2019 kl. 13:00-16:00
Samkvæmt samþykktum Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga skal halda aðalfund annað hvert ár og þau ár sem ekki er haldinn aðalfundur skal halda sjávarútvegsfund, almennan kynningar- og fræðslufund fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga um tiltekin málefni sem stjórnin ákveður.