Jarðgöng undir Tröllaskaga

Málsnúmer 201909082

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 920. fundur - 27.09.2019

Tekið fyrir bréf frá Ólafi Jónssyni íbúa á Akureyri, dagsett 16. september 2019. Í bréfinu hvetur hann sveitarstjórnir og sambönd sveitarfélaga á Norðurlandi að sameinast um að koma á laggirnar verkefnahópi sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, sem færu úr Hörgárdal yfir í Skíðadal, og þaðan vestur í Kolbeinsdal í Skagafirði.
Lagt fram til kynningar.