Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909099

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 920. fundur - 27.09.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 19. september 2019. Þar hvetur sambandið sveitarfélög til þess að senda fulltrúa úr ungmennaráði sínu til skólaþingsins í föruneyti annarra fulltrúa sveitarfélagsins sem það sækja en skólaþing sveitarfélaga 2019 verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember 2019
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu áfram til Ungmennaráðs.

Ungmennaráð - 24. fundur - 25.10.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 19. september 2019. Þar hvetur sambandið sveitarfélög til þess að senda fulltrúa úr ungmennaráði sínu til skólaþingsins í föruneyti annarra fulltrúa sveitarfélagsins sem það sækja en skólaþing sveitarfélaga 2019 verður haldið á Grand hóteli mánudaginn 4. nóvember 2019.
Byggðaráð vísaði málinu til umfjöllunar hjá Ungmennaráði.
Ungmennaráð telur ekki þörf á að senda fulltrúa frá ráðinu, þar sem ráðið hefur nú þegar fengið tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri.