Málefni Ungó; samningar, afnot og útleiga.

Málsnúmer 201709109

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 64. fundur - 21.09.2017

Menningarráð fór yfir drög að samningi um afnot, umráð og útleigu til Leikfélags Dalvíkur á Ungó.
Menningarráð samþykkir framlögð drög að samningi með áorðnum breytingum.

Menningarráð - 70. fundur - 06.12.2018

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019.
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs.

Byggðaráð - 891. fundur - 20.12.2018

Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18.12. 2018 var eftirfarandi vísað til byggðarráðs frá fundi menningarráðs þann 6. desember s.l.:
"Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019.
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með menningarráði og Leikfélagi Dalvíkur til að ræða um afnot af Ungó.

Byggðaráð - 894. fundur - 24.01.2019

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kjörnir fulltrúar úr menningarráði, Ella Vala Ármannsdóttir, Valdemar Þór Viðarsson og Heiða Hilmarsdóttir, kl. 13:05.

Á 891. fundi byggðaráðs þann 20. desember 2018 var eftirfarandi bókað:
Á 308. fundi sveitarstjórnar þann 18.12. 2018 var eftirfarandi vísað til byggðarráðs frá fundi menningarráðs þann 6. desember s.l.: "Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti greinargerðir frá Leikfélagi Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga um afnot á Ungó 2018 til 2019. Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að framlengja leigusamninga við Leikfélag Dalvíkur og Gísla,Eirík,Helga ehf. til eins árs."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með menningarráði og Leikfélagi Dalvíkur til að ræða um afnot af Ungó."

Kl. 13:20 kom á fund byggðaráðs Snævar Örn Ólafsson frá Leikfélagi Dalvíkur.

Til umræðu ofangreint.

Ella Vala og Snævar viku af fundi kl. 13:35.

Valdemar Þór og Heiða viku af fundi kl. 13:40.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til menningarráðs að skoða þann möguleika að Ungó verði auglýst laust til leigu á ársgrundvelli með skilyrði um að Leikfélag Dalvíkur hafi húsið til afnota vegna 2ja - 3ja sýninga á ári.
Byggðaráð beinir því jafnframt til menningarráðs að húsið verði auglýst aftur til leigu þar sem útleiga síðasta árs var til reynslu og ákveðið þá í upphafi reynslutíma að húsið yrði auglýst til leigu að nýju.

Menningarráð - 72. fundur - 07.02.2019

Á 894.fundi byggðaráðs þann 24.01.2019 var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til menningarráðs að skoða þann möguleika að Ungó verði auglýst laust til leigu á ársgrundvelli með skilyrði um að Leikfélag Dalvíkur hafi húsið til afnota vegna 2ja - 3ja sýninga á ári.
Byggðaráð beinir því jafnframt til menningarráðs að húsið verði auglýst aftur til leigu þar sem útleiga síðasta árs var til reynslu og ákveðið þá í upphafi reynslutíma að húsið yrði auglýst til leigu að nýju."
Menningarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Ungó verði auglýst til leigu á ársgrundvelli með þeim skilmálum að í samningi um útleigu sé Leikfélagi Dalvíkur tryggt húsnæðið vegna uppsetningar sýninga tvö tímabil að vetri. Í auglýsingu sé áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vísað til samþykktar sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Samkomuhúsið Ungó var auglýst til leigu og var frestur til að skila inn leigutilboðum til og með 25. mars 2019, sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/husnaedi-til-leigu-ungo

Eitt tilboð barst frá Gísla,Eiríki og Helga ehf. Óskað er eftir leigu á Ungó á ársgrundvelli og er hugmynd að mánaðarlegri leigu kr. 35.000.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 905. fundur - 02.05.2019

Á 902. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2019 var eftirfarandi bókað:
"Samkomuhúsið Ungó var auglýst til leigu og var frestur til að skila inn leigutilboðum til og með 25. mars 2019, sjá nánar á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir/category/1/husnaedi-til-leigu-ungo Eitt tilboð barst frá Gísla,Eiríki og Helga ehf. Óskað er eftir leigu á Ungó á ársgrundvelli og er hugmynd að mánaðarlegri leigu kr. 35.000. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna að gera forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum."

Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra hvað varðar fund með forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf. þann 30. apríl 2019. Gagntilboð Gísla, Eiríks og Helga ehf. er kr. 50.000 á mánuði auk hita og rafmagns til tveggja ára frá og með maí 2019. Leikfélag Dalvíkur geti fengið afnot 2x2 mánuði en yrði þá skilgreint í samningi. Leigugreiðslur falli þá niður þann tíma. Það verði samt opið í samningnum að ef Leikfélag Dalvíkur tilkynnir með góðum fyrirvara að það hyggist ekki nota sinn tíma í húsinu þá geti Gísli,Eiríkur og Helgi ehf. fengið húsið þann tíma og greitt þá leigu fyrir það, sbr.tilboð þeirra hér að ofan.
Gerður verði samningur milli þeirra og Leikfélags Dalvíkur eins og áður hefur verið vegna leigu á búnaði.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Gísla,Eirík og Helga ehf. samkvæmt ofangreindu gagntilboði en til eins árs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi.

Byggðaráð - 906. fundur - 09.05.2019

Á 905. fundi byggðaráðs þann 2. maí s.l. samþykkti byggðaráð að gengið verði til samninga við Gísla,Eirík og Helga ehf. samkvæmt gagntilboði þeirra en til eins árs og fól byggðaráð sveitarstjóra að leggja fyrir fund byggðaráðs drög að samningi.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við Leikfélag Dalvíkur og forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. í tengslum við samningaumleitanir.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 907. fundur - 16.05.2019

Á 906. fundi byggðaráðs þann 9. maí 2019 samþykkti byggðaráð drög að leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. um Ungó til eins árs og vísaði honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Á 314.fundi sveitarstjórnar þann 14.maí 2019 var samþykkt samhljóða tillaga sveitarstjóra um að vísa samningnum til baka til byggðaráðs til fullnaðarafgreiðslu.
Ástæðan var að upp hafði komið ágreiningur um setustofu í hliðarrými þar sem Leikfélag Dalvíkur hefur geymt viðkvæman tæknibúnað sem þarf að vera í frostfríu rými s.s. stjórnborð, kastara, magnara o.fl. Í auglýsingu um útleigu hússins hafði rýmið ekki verið undanskilið til útleigu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setustofa í hliðarrými verði undanskilið í leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. og verði nýtt sem geymsla fyrir tæknibúnað leikfélagsins. Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi við Gísla, Eirík og Helga ehf. eins og hann liggur fyrir.