Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Gjaldskrár vatnsveitna

Málsnúmer 201904108

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 905. fundur - 02.05.2019

Tekin fyrir frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, frá 23. apríl 2019, er varðar að gjaldskrár vatnsveitna verðar teknar til skoðunar eftir úrskurð ráðuneytisins hvað varðar álagingu Orkuveitu Reykjavíkur ársins 2016 um að álagning hafi verið ólögmæt. Fram kemur að í kjörfar úrskurðarins hefur ráðuneytið, á grundvelli eftirlitshlutverks síns í sveitarstjórnarlögum, ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Fram kemur m.a. að ekki sé lagastoð sem heimilar að tekinn sé arður af starfsemi vatnsveitu.

Upplýst var á fundinum að Vatnsveita Dalvíkurbyggðar reiknar sér ekki arð af starfsemi sinni og/eða Aðalsjóður Dalvíkurbyggðar tekur ekki arð af starfsemi vatnsveitu og fráveitu þar sem ekki er metin lagastoð fyrir því.

Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til veitu- og hafnaráðs til upplýsingar og skoðunar.

Veitu- og hafnaráð - 85. fundur - 08.05.2019

905. fundi Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar kemur eftirfarandi fram:

„Tekin fyrir frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, frá 23. apríl 2019, er varðar að gjaldskrár vatnsveitna verðar teknar til skoðunar eftir úrskurð ráðuneytisins hvað varðar álagingu Orkuveitu Reykjavíkur ársins 2016 um að álagning hafi verið ólögmæt. Fram kemur að í kjörfar úrskurðarins hefur ráðuneytið, á grundvelli eftirlitshlutverks síns í sveitarstjórnarlögum, ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Fram kemur m.a. að ekki sé lagastoð sem heimilar að tekinn sé arður af starfsemi vatnsveitu. Upplýst var á fundinum að Vatnsveita Dalvíkurbyggðar reiknar sér ekki arð af starfsemi sinni og/eða Aðalsjóður Dalvíkurbyggðar tekur ekki arð af starfsemi vatnsveitu og fráveitu þar sem ekki er metin lagastoð fyrir því. Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til veitu- og hafnaráðs til upplýsingar og skoðunar.“
Lagt fram til kynningar.