Frá JKH kvikmyndagerð ehf.; Sundlaugar á Íslandi - beiðni um styrk

Málsnúmer 201807095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 872. fundur - 19.07.2018

Tekið fyrir erindi frá Jón Karl Helgasyni fyrir hönd JKH-Kvikmyndagerð ehf., ódagsett en móttekið 17. júlí 2018 skv. rafpósti. Með bréfi þessu er sótt um styrk til Dalvíkurbyggðar til að taka upp atriði á Dalvík og nágrenni í heimildamyndina Sundlaugar á Íslandi. Fram kemur að Sundlaugin á Dalvík og Sundskáli Svarfdæla komi mikið við sögu í myndinni. Hugmyndin er að taka upp í Sundskálanum í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður við upptökur á Dalvík og nágrenni er kr. 805.000.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til upplýsingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga. Vísað á lið 21500-4960.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 102. fundur - 04.09.2018

Á 872. fundi Byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Jóni Karli Helgasyni fyrir hönd JKH-Kvikmyndagerð ehf., ódagsett en móttekið 17. júlí 2018 skv. rafpósti. Með bréfi þessu er sótt um styrk til Dalvíkurbyggðar til að taka upp atriði á Dalvík og nágrenni í heimildamyndina Sundlaugar á Íslandi. Fram kemur að Sundlaugin á Dalvík og Sundskáli Svarfdæla komi mikið við sögu í myndinni. Hugmyndin er að taka upp í Sundskálanum í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður við upptökur á Dalvík og nágrenni er kr. 805.000.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til upplýsingar.
Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 905. fundur - 02.05.2019

Á 872. fundi byggðaráðs þann 19. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Jón Karl Helgasyni fyrir hönd JKH-Kvikmyndagerð ehf., ódagsett en móttekið 17. júlí 2018 skv. rafpósti. Með bréfi þessu er sótt um styrk til Dalvíkurbyggðar til að taka upp atriði á Dalvík og nágrenni í heimildamyndina Sundlaugar á Íslandi. Fram kemur að Sundlaugin á Dalvík og Sundskáli Svarfdæla komi mikið við sögu í myndinni. Hugmyndin er að taka upp í Sundskálanum í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður við upptökur á Dalvík og nágrenni er kr. 805.000. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til upplýsingar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga. Vísað á lið 21500-4960. "

Á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. september 2018 var ofangreint lagt fram til kynningar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Jóni Karli Helgasyni, dagsettur þann 22. apríl 2019, þar sem vísað er í ofangreint erindi frá 2018 og fram kemur að stefnt er að tökur hefjist í byrjun júní 2019 en upptökur hófust ekki árið 2018 eins og til stóð. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggð veiti JKH ehf. til viðbótar framlag sem nemur gistingu fyrir 7 manns í 5 nætur.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa í afgreiðslu byggðaráðs frá 19. júlí 2018 og samþykkir að halda sig við fyrri afgreiðslu um að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga. Vísað á lið 21500-4960.