Frá leik-og grunnskólum; Ósk um breytingu á upplýsingakerfi skólanna

Málsnúmer 201902025

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 235. fundur - 13.03.2019

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir ósk frá skólunum um breytingar á upplýsingakerfum þeirra. Ósk um breytingar felst í því að fara úr því að nota kerfið Námfús og yfir í kerfin Mentor og Karellen.
Fræðsluráð samþykkir að stefnt verði að því að skipt verði um upplýsingakerfi í skólunum til að auka skilvirkni í skólastarfi og vísar málinu áfram til umræðu í UT-teymi Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 905. fundur - 02.05.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem óskað er eftir heimild fyrir hönd skólanna í Dalvíkurbyggð að taka upp nýtt upplýsingakerfi fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Skólarnir hafa verið með skráningarkerfið Námsfús frá árinu 2013 og þar áður voru skólarnir með Mentor. Óskað er eftir að taka upp aftur kerfin frá Mentor en ljóst er að þetta verður eitthvað dýrara fyrir sveitarfélagið en ávinningurinn mikill fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra. Allir stjórnendur í leik- og grunnskólum eru tilbúnir til þess að finna fjármagn í breytinguna innan fjárhagsramma skólanna samkvæmt fjárhagsáætlun 2019.

Búið er að fjalla um málið í Fræðsluráði Dalvíkurbyggðar og í UT-teymi sveitarfélagsins.

Fræðsluráð samþykkti þann 13. mars s.l. að stefnt verði að því að skipt verði um upplýsingakerfi í skólunum til að auka skilvirkni í skólastarfi og vísar málinu áfram til umræðu í UT-teymi Dalvíkurbyggðar. UT-teymið gaf jákvæða umsögn.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi gegn því skilyrði að kostnaður rúmist innan gildandi fjárhagsramma skólanna.