Frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði; Ályktun frá 98.aðalfundi um Sundskála Svarfdæla.

Málsnúmer 201904107

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 905. fundur - 02.05.2019

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði, rafbréf dagsett þann 18. apríl 2019, þar sem kynnt er ályktun félagsins frá 98. aðalfundi sem haldinn var á Rimum 12. apríl s.l.
"98. aðalfundur Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar haldinn að Rimum 12. apríl 2019 harmar hvernig komið er fyrir Sundskála Svarfdæla og skorar á ráðamenn sveitarfélagsins að koma málefnum Sundskálans í viðeigandi farveg. Ungmennafélagið minnir á að Sundskálinn verður 90 ára sumardaginn fyrsta næstkomandi og hefur skálinn staðið auður í allt of langan tíma. Fundarmenn leggja áherslu á að mikilvægt sé að sundskálanum verði fundið hlutverk til framtíðar og félagsmenn lýsa sig reiðubúna að koma að þeirra vinnu."

Upplýst var að á 1. fundi vinnuhóps um Gamla skóla, þann 16. apríl 2019, þá var rætt um að gera aftur tilraun með að Sundskáli Svarfdæla verði auglýstur til leigu undir margvíslega starfsemi aðra en sundlaugarstarfsemi. Ákveðið að skoða kostnaðartölur um rekstur Sundskálans á næsta fundi vinnuhópsins.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að þjónustu- og upplýsingafulltrúi geri drög að auglýsingu um útleigu á Sundskála Svarfdæla í samræmi við ofangreint.

Byggðaráð - 907. fundur - 16.05.2019

Á 905. fundi byggðaráðs þann 2. maí var samþykkt að óska eftir að þjónustu- og upplýsingafulltrúi gerði drög að auglýsingu um útleigu á Sundskála Svarfdæla.
Fyrir lá áskorun frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði um að Sundskálanum verði fundið hlutverk til framtíðar. Einnig hafði vinnuhópur um Gamla skóla ályktað í sömu veru á 1. fundi hópsins.

Á fundinum upplýstu sveitarstjóri og varaformaður byggðaráðs að á 2. fundi vinnuhópsins hefði málið verið rætt áfram í vinnuhópnum m.a. í tengslum við upplýsingar frá aðalfundi Hollvinasamtaka Sundskála Svarfdæla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að auglýsingu með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum og felur þjónustu-og upplýsingafulltrúa að birta auglýsinguna á heimasíðu sveitarfélagsins.