Austurgarður, þekja og rafmagnsmál.

Málsnúmer 201903011

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 83. fundur - 06.03.2019

Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var gert ráð fyrir að bjóða út frágang á þekju, rafmagnsvinnu vegna landtengingu skipa og lýsingu svæðisins. Ný gerð útboðsganga langt komin og óskar sviðstjóri heimildar ráðsins til að bjóða þessa verkþætti út nú í mars, í tvennu lagi, þ.e. jarð- og lagnavinnu og þá verkþætti sem snúa að rafmagni. Niðurstaða útboðanna verða svo á fundi ráðsins í apríl.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að heimila sviðstjóra að bjóða út verkþætti þekju og rafmagns vegna Austurgarðs samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

Veitu- og hafnaráð - 84. fundur - 03.04.2019

Með bréfi frá Vegagerð ríkisins, sem dagsett er 2. apríl 2019, eru kynntar niðurstöður útboðsins "Dalvíkurhöfn - Austurgarður, þekja og lagnir. Bjóðendur voru:

Tréverk ehf kr. 116.213.990,- 101,2%
Köfunarþjónusta Sigurðar ehf og Bryggjuverk ehf.kr. 123.994.580,- 108,0%
Áætlaður verkkostnaður kr. 114.405.600,- 100,0%

Fram kom að tilboðin hafa yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá dagsetningu ofangreinds bréfs, með þeim fyrirvara að hann standist fjárhagsmat Vegagerðarinnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Tréverk ehf á grundvelli fyrirliggandi tilboðs.

Veitu- og hafnaráð - 86. fundur - 05.06.2019

Ásdís Jónasdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Á þessum fundi eru teknar fyrir tvær fundargerðir:
Fundur meðbjóðenda var haldinn 23.05.2019 og var fundargerð þess fundar staðfest 9.05.2019.
Verkfundur var haldinn 9.05.2019 og var sú fundargerð staðfest 23.05.2019.
Lagðar fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 87. fundur - 11.09.2019

Á þessum fundi eru teknar fyrir eftirtaldar fundargerðir:
Verkfundur nr. 3 var haldinn 6.06.2019 og var sú fundargerð staðfest 21.05.2019.
Verkfundur nr. 4 var haldinn 21.06.2019 og var sú fundargerð staðfest 04.07.2019.
Verkfundur nr. 5 var haldinn 4.07.2019 og var sú fundargerð staðfest 18.07.2019.
Verkfundur nr. 6 var haldinn 18.07.2019 og var sú fundargerð staðfest 16.08.2019.
Lagðar fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 89. fundur - 02.10.2019

Á þessum fundi er tekin fyrir eftirtalin fundargerð:
Verkfundur nr. 7 sem var haldinn 16.08.2019 og var sú fundargerð staðfest 13.09.2019.
Lögð fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 90. fundur - 06.11.2019

Á þessum fundi er tekin fyrir eftirtalin fundargerð:
Verkfundur nr. 8 sem var haldinn 13.09.2019 og var sú fundargerð staðfest 11.10.2019.
Lögð fram til kynningar.