Enduskoðun áhættumats og verndaráætlun.

Málsnúmer 201601021

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 83. fundur - 06.03.2019

Með rafpósti frá 05.01.2016 barst eftirfarandi:
"Samkvæmt Evrópureglugerð nr. 725/2004 um að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu og 35. gr. reglugerðar nr. 265/2008 um framkvæmd siglingaverndar þarf að fara fram heildarendurskoðun á áhættumati og verndaráætlun hafnaraðstöðu á fimm ára fresti hjá höfnum sem falla undir reglur Siglingaverndar. Síðasta heildarendurskoðun á áhættumati og verndaráætlun fyrir Dalvíkurhöfn fór fram árið 2009 og hefði því átt að fara fram árið 2014."

Erfitt hefur reynst að nálgast frumgögnin en þau eru komin í hús núna svo hægt var að uppfæra þau m.t.t. nafnabreytinga og aðrar minni háttar viðbætur. Við þær miklu breytingar sem framundan eru vegna tilkomu Austurgarðs verður nauðsynlegt að endurskoða verndaráætlun Dalvíkurhafnar aftur í upphafi næsta árs.
Verndaráætlunin, sem hér er til umfjöllunar, hefur verið send til Samgöngustofu sem er með hana til yfirferðar.
Lagt fram til kynningar.