Smávirkjanir - útboð vegna úttektar.

Málsnúmer 201406148

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 703. fundur - 31.07.2014

Þrjú tilboð bárust frá Eflu verkfræðistofu, Mannviti og Verkís. Tilboð voru opnuð í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar kl. 13:00 á mánudaginn 28.júlí.
Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að ganga að tilboði Mannvits. Guðmundur St. Jónsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.
Byggðarráð vísar kostnaði vegna þessa til viðauka vegna 47-31-9110.

Veitu- og hafnaráð - 84. fundur - 03.04.2019

Í minnisblaði, sem dagsett er 22.03.2019, kemur eftirfarandi fram: "Í skýrslu Mannvits „Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð“ er virkjunarkosti í Brimnesá lýst. Með minnisblaði þessu er gerð grein fyrir næstu skrefum sem æskilegt væri að fara í en þau snúast fyrst og fremst að því að frumhanna virkjunarkostinn þannig að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um hvort þetta sé fýsilegur kostur fyrir Dalvíkurbyggð."

Auk þessa fylgir einnig með tíma- og kostnaðaráætlun.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra að ganga frá samningi við Mannvit um verkefnið.