Hauganes, hreinsistöð fráveitu

Málsnúmer 201904022

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 84. fundur - 03.04.2019

Með bréfi frá Iðnver, sem dagsett er 18.03.2019, sendir fyrirtækið Fráveitu Dalvíkurbyggðar tilboð í 20 feta gám sem er innréttaður fyrir fráveituhreinsibúnað sem keyptur var af fyrirtækinu í desember 2017
Tilboðið samanstendur af.

1. Hreinsistöð samkvæmt meðfylgjandi tilboði kr. 3.800.000.-
2. Áætlaður flutningskostnaður Borås í Svíþjóð til Dalvíkur kr. 375.000.-

Sviðsstjóri leggur til að umræddu tilboði verði tekið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögur sviðstjóra um kaup á gám fyrir hreinsibúnaðinn.