Vinnustofa á vegum mengunarvarnarráðs hafna

Málsnúmer 201903083

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 84. fundur - 03.04.2019

Í rafbréfi frá mengunarvarnarráði hafna, sem dagsett er 19.03.2019, kemur eftirfarandi fram:
"Síðastliðið sumar gerði fyrirtækið Oil Spill Response Limited (OSRL) úttekt á mengunaráhættu og mengunarvarnabúnaði nokkurra hafna á Íslandi fyrir mengunarvarnarráð hafna ásamt öðrum þáttum sem snúa að mengunarvörnum. Í skýrslu OSRL um úttektina voru lagðar fram tillögur um hvað þyrfti að gera til að koma málaflokknum í ásættanlegt horf.

Eitt af því sem nauðsynlega þarf að gera áður en þörf á viðbragðsgetu og búnaði hafna er ákvörðuð er að vinna áhættumat vegna bráðamengunar fyrir hverja höfn. Eðlilegt er að þeir aðilar sem þekkja best aðstæður og umfang starfsemi í höfnunum geri þetta mat. Til að auðvelda vinnuna hefur mengunarvarnarráð hafna ákveðið að bjóða upp á vinnustofur á fimm stöðum á landinu þar sem hafnarstjórar og hafnarverðir komi saman og geri slíkt áhættumat með aðstoð starfsmanna Umhverfisstofnunar."
Fyrir Norðurland verður vinnustofan haldinn á Akureyri 13. maí n.k.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að eftirtaldir starfsmenn sæki vinnustofuna sem haldin verður á Akureyri 13. maí n.k.: Þorsteinn Björnsson, Rúnar Þór Ingvarsson og Björn Björnsson.