Umhverfisráð

275. fundur 15. apríl 2016 kl. 09:00 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Tillögur umhverfisstjóra að verkefnum sumarið 2016

Málsnúmer 201603080Vakta málsnúmer

Til umræðu tillögur umhverfisstjóra að verkefnum sumarsins.
Umhverfisráði líst vel á tillögur umhverfisstjóra með áorðnum breytingum ráðsins.

2.Framkvæmdir á vegum Umhverfis- og tæknisviðs sumarið 2016

Málsnúmer 201604066Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir sumarsins 2016 á vegum umhverfis- og tæknisviðs
Liðnum frestað til næsta fundar.

3.Umferðarmerkingar

Málsnúmer 201604065Vakta málsnúmer

Til umræðu umferðamerkingar í Dalvíkurbyggð
Liðnum frestað til næsta fundar.

4.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201602073Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir HNE frá 9. mars og 6. apríl ásamt ársreikningi 2015.
Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar fundargerðir og ársreikning. Ráðið hlakkar til að fylgjast með framvindu lyktarmengunarvarna vegna heitloftsþurrkunar sjávarafurða á starfssvæði HNE.

5.Nýtt rekstrarleyfi - Karlsá

Málsnúmer 201603103Vakta málsnúmer

Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna endurnýjunar á rektrarleyfi að Karlsá, Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsögn byggingarfulltrúa.

6.Nýtt rekstrarleyfi - Klængshóll

Málsnúmer 201603104Vakta málsnúmer

Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna nýs rektarleyfis að Klængshóli, Dalvíkurbyggð.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsögn byggingarfulltrúa með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

7.Umsókn um leyfi til uppsettningar á auglýsingaskilti

Málsnúmer 201604064Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 11. apríl 2016 óskar Aðalsteinn Hjelm, fyrir hönd Ektafisks ehf, eftir leyfi til uppsetningar á skilti samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Ráðið veitir umbeðið leyfi með þeim fyrirvara að sviðsstjóri ræði við umsækjanda um breytingar á skiltunum samkvæmt umræðum á fundinum.

8.Lýsing í kirkjubrekkunni

Málsnúmer 201603032Vakta málsnúmer

Með erindi dags. 3. mars 2016 óskar Gísli Rúnar Gylfason eftir leyfi til uppsetningar á ljóskösturum við kirkjubrekkuna.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

9.Snjómokstur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201604009Vakta málsnúmer

Til umræðu bókun ungmennráðs frá 10. fundi ráðsins þann 7. apríl 2016.
Umhverfisráð þakkar ungmennaráði verðugar ábendingar og felur sviðsstjóra að ræða þær við umhverfisstjóra. Ráðið bendir einnig á að þessi mál eru til skoðunar í þeirri vinnu sem er í gangi við gerð umferðaöryggisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.

10.Frá íbúum Hauganess, vegna opinnar skolplagnar og fleira

Málsnúmer 201603049Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem sendur var 8. mars 2016 barst erindi frá Elvari Reykjalín 'Fyrir hönd íbúa á Hauganesi hef ég verið beðinn um að koma á framfæri eftirfarandi:



1. Opin skolplögn fyrir þorpið austan grjótgarðs getur ekki talist viðunandi og er búin að sitja á hakanum í mörg ár.

Það er orðið algengt að ferðafólk labbi um fjöruna og klappirnar og hafa margir lýst undrun sinni á skolpmálunum á staðnum.

Óskum við eftir því að lögnin verði framlengd vel niður fyrir stórstraums fjöruborð strax og vorar.



2. Kofakumbaldar við Aðalgötu 1 eru mikil lýti á þessu annars snyrtilega þorpi og óskum við eftir að þeir verði fjarðlægðir hið fyrsta ef þeir hafa ekki stöðuleyfi.



4. Jarðbor út á bökkum við grjótnám sem er lítið meira en ryðhrúga blasir við öllum sem koma í þorpið og stingur mjög í augu og óskum við eftir að hann verði fjarlægður hið fyrsta og moldarhaugar við grjótnám verði jafnaðir út.



Okkur þætti vænt um að fá svar sem fyrst varðandi viðbrögð við þessum óskum.'



Undir málinu er eftir farandi minnisblað sem dagsett er 10. mars 2016.



'Undirritaður ásamt sviðsstjóra veitu- og hafna fór og heimsótti Elvar Reykjalín bréfritara og fórum við yfir þau málefni sem hann sendi inn. Þorsteinn upplýsti að á áætlun væru kr. 2.500.000 til fráveitu á Hauganesi á þessu ári. Einnig upplýsti hann að haft hafi verið samband við annan eiganda Dalverks sem hefur með tækið við námuna norðan við þorpið að gera. Þeim verður gert að fjarlægja tækið af landi sveitarfélagsins. Undirritaður mun beita sér fyrir að eiganda Aðalgötu 1 verði gefin kostur á aðstoð við að fjarlægja þau mannvirki sem byggð hafa verið í óleyfi á lóðinni.'



Börkur Þór Ottósson
Umhverfisráð þakkar innsendar ábendingar og felur sviðsstjóra að ræða við eiganda Aðalgötu 1 og eiganda jarðbors á bökkum við grjótnámu.

11.Umsókn um leyfi til breytinga innanhúss að Hafnarbraut 24, Dalvík.

Málsnúmer 201603059Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi vegna innanhúsbreytinga að Hafnarbraut 24, Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

12.Nýr golfvöllur; Ósk vegna vinnu við deiluskipulag

Málsnúmer 201603061Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar.
Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu.
Þorsteinn Kristinn Björnsson sviðsstjór veitu- og hafna kom undir þessum lið kl. 11:18

13.Umókn um lóð

Málsnúmer 201604076Vakta málsnúmer

Með erindi dags. 14. apríl 2016 óskar Anton Örn Brynjarsson AVH fyrir hönd Samherja Ísland ehf eftir 5.000-6.000 m2 lóð fyrir fiskvinnsluhús milli Sæbrautar og væntanlegs austugarðs.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar samþykkir usóknina og vísar til gerðar nýs deiliskipulags Dalvíkurhafnar.
Þorsteinn Kristinn vék af fundi kl.11:40

14.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða, uppdráttur og greinagerð ásamt umhverfisskýrslu.
Umhverfiráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á deiliskipulagstillögunni og greinagerðinni.



1. Fyrirhuguð lóð við Sæbraut og norðurgarð verði stækkuð.

2. Ákvæði um flutning á nyrðri verbúð verði felldur út.

3. Aksturleið norðan fyrirhugaðrar lóðar Samherja verði sett inn.

4. Lóð fyrir verbúð við suðurgarð verði felld út og sameinuð svæði (skipulagi frestað).

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs