Nýr golfvöllur; Ósk vegna vinnu við deiluskipulag

Málsnúmer 201603061

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 275. fundur - 15.04.2016

Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar.
Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu.

Byggðaráð - 774. fundur - 28.04.2016

Á 275. fundi umhverfisráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:



"Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar.

Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu."



Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður.

Byggðaráð - 785. fundur - 11.08.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Golfklúbbi Hamar Kári Ellertsson, framkvæmdastjóri, og Sigurður Jörgen kl. 15:08.

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:08.



Á 275. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 275. fundi umhverfisráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar. Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu." Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Hamars, dagsettur þann 3. ágúst 2016, þar sem fram kemur að Golfklúbburinn hefur hafið undirbúning kynningar á hugmyndum um nýjan golfvöll í fólkvangi Dalvíkur sem byggðar eru á skýrslu Edwin Roald. Stefnt er á að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 15. september n.k. kl. 17.

Fram kemur jafnframt að samkvæmt úttekt Edwins Roald sem kynntar hafa verið í kjörnum fulltrúum Dalvíkurbyggðar þá sér hann fyrir sér að golfvöllur í fólkvanginum verði ekki einangrað fyrirbæri heldur hluti af almennu útivistarsvæði með göngustígum og fleiru sem ætlað væri öllum íbúum sveitarfélagsins og ferðafólki á svæðinu. Golfklúbbnum finnst því mikilvægt að sveitarfélagið komi að kynningunni ásamt golfklúbbnum.



Golfklúbbnum Hamar finnst þannig mjög mikilvægt að sveitarfélagið sýni verkefninu stuðning með þátttöku í kynningunni bæði hvað varðar efnisinnihald kynningarinnar og kostnaðinn við hana.



Stjórn Golfklúbbsins Hamars óskar eftir því að Dalvíkurbyggð komi að umræddum kynningarfundi ásamt klúbbnum samkvæmt fundargerð byggðaráðs frá 9. mars 2016.



Til umræðu ofangreint.



Kári og Sigurður viku af fundi kl. 15:30
Lagt fram til kynningar. Bókun byggðaráðs um frá 9. mars 2016 stendur óbreytt, þ.e. "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður. "





Afgreiðslu frestað hvað varðar beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í fundarkostnaði; óskað var eftir nánari upplýsingum um kostnað við fundinn og beiðni um hlutdeild sveitarfélagsins. Óskað var eftir að Golfklúbburinn sendi drög að auglýsingu vegna fyrirhugaðs funds fyrir næsta fund byggðaráðs.

Byggðaráð - 786. fundur - 18.08.2016

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:53 vegna vanhæfis.



Á 785. fundi byggðaráðs þann 11. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Golfklúbbi Hamar Kári Ellertsson, framkvæmdastjóri, og Sigurður Jörgen kl. 15:08. Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:08. Á 275. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Á 275. fundi umhverfisráðs þann 15. apríl 2016 var eftirfarandi bókað: "Með bréfi dags. 9. mars 2016 óskar Marsibil Sigurðardóttir, fyrir hönd golfklúbbsins Hamars, eftir því að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi svæðisins. Ásamt því að þar verði skipulagt heildstætt útivistarsvæði sem muni þjóna öllum íbúum Dalvíkurbyggðar. Þar sem forsendur fjármögnunar á gerð deiliskipulags Fólkvangsins í Böggvisstasðarfjalli eru brostnar 2016 getur ráðið ekki orðið við umbeðinni ósk að sinni. Ráðið leggur til við byggðarráð að hugur íbúa til þessa verkefnis verði kannaður frekar áður en lagt er í dýra skipulagsvinnu." Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Hamars, dagsettur þann 3. ágúst 2016, þar sem fram kemur að Golfklúbburinn hefur hafið undirbúning kynningar á hugmyndum um nýjan golfvöll í fólkvangi Dalvíkur sem byggðar eru á skýrslu Edwin Roald. Stefnt er á að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 15. september n.k. kl. 17. Fram kemur jafnframt að samkvæmt úttekt Edwins Roald sem kynntar hafa verið í kjörnum fulltrúum Dalvíkurbyggðar þá sér hann fyrir sér að golfvöllur í fólkvanginum verði ekki einangrað fyrirbæri heldur hluti af almennu útivistarsvæði með göngustígum og fleiru sem ætlað væri öllum íbúum sveitarfélagsins og ferðafólki á svæðinu. Golfklúbbnum finnst því mikilvægt að sveitarfélagið komi að kynningunni ásamt golfklúbbnum. Golfklúbbnum Hamar finnst þannig mjög mikilvægt að sveitarfélagið sýni verkefninu stuðning með þátttöku í kynningunni bæði hvað varðar efnisinnihald kynningarinnar og kostnaðinn við hana. Stjórn Golfklúbbsins Hamars óskar eftir því að Dalvíkurbyggð komi að umræddum kynningarfundi ásamt klúbbnum samkvæmt fundargerð byggðaráðs frá 9. mars 2016. Til umræðu ofangreint. Kári og Sigurður viku af fundi kl. 15:30

Lagt fram til kynningar. Bókun byggðaráðs um frá 9. mars 2016 stendur óbreytt, þ.e. "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að íbúafundur verði haldinn við fyrsta tækifæri í samstarfi við Golfklúbbinn Hamar og í haust verði hugur íbúa kannaður. " Afgreiðslu frestað hvað varðar beiðni um þátttöku sveitarfélagsins í fundarkostnaði; óskað var eftir nánari upplýsingum um kostnað við fundinn og beiðni um hlutdeild sveitarfélagsins. Óskað var eftir að Golfklúbburinn sendi drög að auglýsingu vegna fyrirhugaðs funds fyrir næsta fund byggðaráðs. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tilaga að auglýsingu um fundinn.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra að sitja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sem og fulltrúum úr byggðaráði og umhverfisráði.