Snjómokstur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201604009

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 10. fundur - 07.04.2016

Ungmennaráð telur að það þurfi að huga betur að því að það verði búið að moka helstu leiðir að skóla áður en skóli hefst á morgnana. Einnig telur ráðið að það þurfi að hreinsa betur gangstéttar meðfram götum bæjarins, í stað þess að safna snjó á þær og gangandi vegfarendur þurfi þar af leiðandi að ganga á götunni með tilheyrandi hættu. Einnig telur ungmennaráð að hreinsa þurfi betur stærri skafla og safna ekki eins mikið upp í hauga, þar sem þeir minnka útsýni með aukinni slysahættu.

Umhverfisráð - 275. fundur - 15.04.2016

Til umræðu bókun ungmennráðs frá 10. fundi ráðsins þann 7. apríl 2016.
Umhverfisráð þakkar ungmennaráði verðugar ábendingar og felur sviðsstjóra að ræða þær við umhverfisstjóra. Ráðið bendir einnig á að þessi mál eru til skoðunar í þeirri vinnu sem er í gangi við gerð umferðaöryggisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.