Umhverfisráð

365. fundur 05. nóvember 2021 kl. 08:15 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um lóð - Skógarhólar 12

Málsnúmer 202110015Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 10. október 2021 sækja þau Guðni Berg Einarsson og Daria Szok um lóðina við Skógarhóla 12 á Dalvík.
Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings samkvæmt deiliskipulagi

Málsnúmer 202111016Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn dagsett 2. nóvember 2021 frá Frey Antonssyni fyrir hönd Arctic Seatours ehf þar sem óskað er eftir því að lóðin við Hafnarbraut 21B verði aðgreind frá lóðinni að Hafnarbraut 21 og fái að standa við Sandskeið skv. deiliskipulagi Dalvíkurhafnar.
Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningum fyrir lóðirnar við Hafnarbraut 21 og 21B í samráði við lóðarhafa beggja lóða.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi - prufugryfjur meðfram farvegi Brimnesár

Málsnúmer 202111017Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 11. október 2021, óskar Sverrir Óskar Elefsen fyrir hönd Mannvits eftir framkvæmdaleyfi vegna graftrar á 15 prufugryfjum meðfram Brimnesá til jarðgrunnsathugunar vegna Brimnesárvirkjunar.
Meðfylgjandi er verklýsing og afstöðumynd með tillögu að staðsetningu á gryfjum.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi en leggur áherslu á að jarðvegsraski verði haldið í lágmarki og að frágangur að framkvæmd lokinni verði þannig að sem minnst ummerki sjáist.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Dalvíkurlína 2 - Stígur meðfram lagnaleið

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hestamannafélaginu Hring dagsett 8. október 2021 og tölvupóstur frá Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar, frá 20. október 2021. Í báðum tilfellum er bent á að fyrirhuguð lagnaleið Dalvíkurlínu 2 gæti hentað vel sem reiðstígur á milli sveitarfélaga.
Umhverfisráð vísar erindunum til endurskoðunar Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar. Samhliða endurskoðun Aðalskipulagsins verður unnið stígaskipulag fyrir Dalvíkurbyggð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Ósk um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits - Lokastígur 6

Málsnúmer 202110051Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn dagsett 5. október 2021 frá Hugrúnu Þorsteinsdóttur fyrir hönd Modulus eignarhaldsfélags ehf. um breytingu á deiliskipulagi Lokastígsreits. Deiliskipulagsbreytingin felst í auknu byggingamagni og stækkun og tilfærslu á byggingarreit á lóðinni við Lokastíg 6 á Dalvík.
Meðfylgjandi er afstöðumynd og uppdráttur af breytingunni auk skuggavarpsmynda.
Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Lokastígsreits verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Snerra - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202106150Vakta málsnúmer

Á 358. fundi umhverfisráðs var samþykkt að deiliskipulagsbreyting fyrir Snerru yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar staðfesti afgreiðslu umhverfisráðs á 992. fundi sínum þann 12. júlí 2021.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 30. júlí til og með 12. september 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.
Umhverfisráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi Snerru og leggur til að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Litlu-Hámundarstaðavegar nr 8102-01 af vegaskrá

Málsnúmer 202110073Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Litlu-Hámundastaðavegar nr 8102-01 af vegaskrá vegna þess að ekki er lengur föst búseta á Litlu-Hámundarstöðum.
Lagt fram til kynningar.

8.Skýrsla um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi

Málsnúmer 202110028Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi sem unnin er af verkfræðistofunni Eflu og starfshópi um úrgangsmál á Norðurlandi fyrir SSNV og Eyþing (SSNE).
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir HNE 2021

Málsnúmer 202101130Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 221. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 6. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Samráðsgátt - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 202111019Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem eru í samráðsferli í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 8

Málsnúmer 2110008FVakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá 8. afgreiðslufundi byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar frá 15. október 2021.
Lagt fram til kynningar.
  • 11.1 202108075 Skógarhólar 11 - Uppfærð hönnunargögn
    Lögð fram uppfærð hönnunargögn fyrir Skógarhóla 11, bæði aðaluupdrættir, afstöðumynd og skráningartafla. Breytingin felst í 3fm stækkun á húsinu. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 8 Erindi samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 11.2 202109114 Umsókn um byggingaleyfi - Aðalbraut 16, Árskógssandi
    Lagðar fram aðalteikningar fyrir Aðalbraut 16 á Árskógssandi og skráningartafla unnar af SG húsum. Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 8 Fyrirhuguð byggingaráform eru samþykkt og lóðarhafa gefið leyfi til að hefja jarðvegsvinnu. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi þegar uppdrættir hafa verið uppfærðir til samræmis við athugasemdir.
    Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.
  • 11.3 202011191 Áfangaúttekt - Hringtún 17
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 8
  • 11.4 202011192 Áfangaúttekt - Hringtún 19
    Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 8

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Júlíus Magnússon formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi