Umsókn um breytingu á lóðarmörkum við Öldugötu 26 og Ægisgötu 29-31 á Árkógssandi

Málsnúmer 201903022

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 316. fundur - 15.03.2019

Með innsendu erindi dags. 28. febrúar 2019 óskar Sigbjörn Kjartansson f.h. Bjórbaðanna ehf kt. 540715-1140 lóðarhafa Öldugötu 26, Ægisgötu 29 og 31 Árskógssandi eftir leyfi til þess að stækka lóðirnar Öldugata 26, Ægisgata 29 samanlagt um 3.261.7 m² á kostnað Ægisgötu 31, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Það er mat Umhverfisráðs þar sem umrædd breyting snertir ekki aðra en umsækjanda og sveitarfélagið að fyrrgreind stærðarbreyting á lóðunum þremur sé óverulegt frávik skv. 3. mgr. 43. gr. Breytingar á deiliskipulagi í skipulagslögum 123/2010, en þar segir:
„Við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.2„
Sviðsstjóra er falið að veita umbeðna breytingu og útbúa nýja lóðarleigusamninga í samræmi við það ásamt því að tilkynna breytinguna til Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.