Umsókn um lóð

Málsnúmer 201711004

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 297. fundur - 07.11.2017

Með innsendu erindi dags. 31. október 2017 óskar Einar Ísfeld Steinarsson eftir lóðinni Skógarhólar 10, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir að veita Einari Ísfeld Steinarssyni lóð nr. 10 við Skógarhóla og felur sviðsstjóra að útbúa lóðarleigusamning.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 316. fundur - 15.03.2019

Með innsendu erindi dags. 28. febrúar 2019 óskar Einar Ísfeld og Erin Jorgensen eftir framlengingu á umsókn um lóðina Skógarhólar 10 um eitt ár.
Umhverfisráð fellst á framlengingu úthlutunarinnar, en leggur áherslu á að umsækjendur skili inn teikningum samkvæmt gr. 4 í gildandi úthlutunarreglum.
Samþykkt með fimm atkvæðum